Þór Saari

Þór Saari

Þingseta

Alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2009–2013 (Borgarahreyfingin, Hreyfingin).

Formaður þingflokks Hreyfingarinnar 2011–2012.

Æviágrip

Fæddur á Miami Beach Florida 9. júní 1960. Foreldrar: Lee Elis Roi Saari (fæddur 1915, dáinn 1968) flugvirki og Rannveig Steingrímsdóttir (fædd 25. október 1925, dáin 2. júlí 1994) fulltrúi. Maki: Sólveig Jóhannesdóttir (fædd 26. september 1962). Þau skildu. Foreldrar: Jóhannes F. Vestdal og Elín Sólveig Benediktsdóttir. Dóttir: Hildigunnur (1999).

Próf úr miðskóla 1976. B.Sc.-próf í markaðsfræði frá University of South Carolina 1991. MA-próf í hagfræði frá New York University 1995. Kennararéttindi fyrir framhaldsskólastig frá HA 2000.

Háseti og bátsmaður hjá Eimskipafélagi Íslands 1977–1987. Enskukennari í Barcelona 1991–1992. Aðstoðarhagfræðingur hjá SOM Economics / The Brenner Group, New York, 1993–1995. Hagfræðingur hjá The Conference Board, New York, 1995–1997. Ritstjóri UN Statistical Yearbook (41. útgáfu), Sameinuðu þjóðunum, New York, 1997. Hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands 1997–2001. Hagfræðingur hjá Lánasýslu ríkisins 2002–2007. Stundakennari við Tækniskólann frá 2006. Ráðgjafi hjá OECD, París, 2008–2010. Formaður Hreyfingarinnar 2010–2011 og síðan 2012.

Í trúnaðarmannaráði Sjómannafélags Reykjavíkur 1984–1991. Trúnaðarmaður SÍNE fyrir íslenska stúdenta í Suður-Karólínu fylki 1988–1991. Talsmaður Amnesty International fyrir afnámi dauðarefsinga í Suður-Karólínu 1988–1991. Í stjórn Columbia Film Society, Columbia, Suður-Karólínu , 1988–1991. Í stjórn Breiðavíkursamtakanna frá 2008. Í stjórn Samtaka um betri byggð frá 2008.

Alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2009–2013 (Borgarahreyfingin, Hreyfingin).

Formaður þingflokks Hreyfingarinnar 2011–2012.

Efnahags- og skattanefnd 2009–2011, fjárlaganefnd 2009–2011, sérnefnd um stjórnarskrármál 2010–2011, allsherjarnefnd 2011, atvinnuveganefnd 2011–2013.

Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2011–2013.

Æviágripi síðast breytt 1. apríl 2016.

Áskriftir