Lilja Rafney Magnúsdóttir

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Þingseta

Alþingismaður Norðvesturkjördæmis 2009–2021 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Varaþingmaður mars–apríl 1993, nóvember 1998 (Alþýðubandalagið, utan flokka), janúar–febrúar 2007, janúar 2021, apríl–maí 2022, október 2022, desember 2022, janúar 2023 og apríl 2023 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

6. varaforseti Alþingis 2016–2017.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fædd á Stað í Súgandafirði 24. júní 1957. Foreldrar: Magnús Einars Ingimarsson (fæddur 26. desember 1938, dáinn 9. júlí 1997) sjómaður og Þóra Þórðardóttir (fædd 6. júlí 1939) kennari. Systurdóttir Ólafs Þ. Þórðarsonar alþingismanns. Fósturfaðir: Guðmundur Valgeir Hallbjörnsson (fæddur 24. júní 1942) sjómaður. Maki: Hilmar Oddur Gunnarsson (fæddur 20. apríl 1954) vörubifreiðarstjóri. Foreldrar: Gunnar Helgi Benónýsson og Bergljót Björg Óskarsdóttir. Börn: Jófríður Ósk (1978), Gunnar Freyr (1980), Einar Kári (1982), Harpa Rún (1992).

Grunnskólapróf Reykjum í Hrútafirði 1973 og hefur síðan sótt ýmis námskeið.

Oddviti Suðureyrarhrepps 1990–1994. Starfsmaður Sundlaugar og íþróttamiðstöðvar Suðureyrar. Starfaði hjá Íslenskri miðlun við tölvuskráningu og símasölu og hefur auk þess starfað við verslun og fiskvinnslu.

Formaður Verkalýðs- og sjómannafélagsins Súganda 1988–2004. Varaforseti Alþýðusambands Vestfjarða 1990–1992 og frá 1998. Í orkuráði 1995–1999. Í stjórn Byggðastofnunar 1999–2003. Í stjórn Íslandspósts hf. 2000–2013, varaformaður 2009–2013. Í fulltrúaráði Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða frá 2000. Í stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga 2004–2013. Í hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar 2006–2009. Í samráðsnefnd um veiðigjöld 2014–2018.

Alþingismaður Norðvesturkjördæmis 2009–2021 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Varaþingmaður mars–apríl 1993, nóvember 1998 (Alþýðubandalagið, utan flokka), janúar–febrúar 2007, janúar 2021, apríl–maí 2022, október 2022, desember 2022, janúar 2023 og apríl 2023 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

6. varaforseti Alþingis 2016–2017.

Félags- og tryggingamálanefnd 2009–2010, 2010–2011, heilbrigðisnefnd 2009–2010, iðnaðarnefnd 2009–2011, samgöngunefnd 2009–2011, þingmannanefnd til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis 2009–2010, efnahags- og skattanefnd 2010–2011, sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd 2011 (formaður), menntamálanefnd 2011, atvinnuveganefnd 2011–2013, 2013–2016 og 2017–2021 (formaður 2017–2021), efnahags- og viðskiptanefnd 2011–2013, velferðarnefnd 2013–2014 og 2019–2021, kjörbréfanefnd 2016.

Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2009–2013, 2014–2016, 2017 og 2017–2021.

Æviágripi síðast breytt 2. maí 2023.

Áskriftir