Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Þingseta

Alþingismaður Norðvesturkjördæmis 2009–2013 og 2015–2016 (Samfylkingin).

Varaþingmaður Norðvesturkjördæmis september 2014, janúar–febrúar 2015 og september 2015 (Samfylkingin).

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 8. september 1958. Foreldrar: Þorvarður Kjerúlf Þorsteinsson (fæddur 24. nóvember 1917, dáinn 31. ágúst 1983) sýslumaður og bæjarfógeti í Ísafjarðarsýslum, dóttursonur Þorvarðar Kjerúlfs alþingismanns, og Magdalena Thoroddsen (fædd 7. febrúar 1926, dáin 3. maí 2018) húsmóðir og blaðamaður. Maki: Sigurður Pétursson (fæddur 13. júní 1958) varaþingmaður, sagnfræðingur, bæjarfulltrúi og framhaldsskólakennari. Foreldrar: Pétur Sigurðsson varaþingmaður og Hjördís Hjartardóttir. Börn: Saga (1982), Pétur (1983), Magdalena (1985), Andrés Hjörvar (1994). Sonur Ólínu og Benedikts Rósa Jónassonar: Þorvarður Kjerúlf (1975).

Stúdentspróf MÍ 1979. BA-próf í íslensku HÍ 1985. Cand.mag.-próf í íslenskum bókmenntum og þjóðfræði HÍ 1992. Stjórnunarnám við viðskipta- og hagfræðideild HÍ 1998–1999. Kennsluréttindi á framhaldsskólastigi 2001. Dr. phil. í íslenskum bókmenntum HÍ 2000.

Vann við fiskvinnslu, var ritari og stundaði almenn skrifstofustörf 1975–1985. Blaðamaður á NT, fréttastjóri á Alþýðublaðinu 1985–1986. Frétta- og dagskrárgerðarmaður á RÚV 1986–1990. Stundakennari í þjóðfræðum við Háskóla Íslands 1992–2000. Forstöðumaður þjóðháttadeildar Þjóðminjasafns Íslands 1998–2000. Skólameistari Menntaskólans á Ísafirði 2001–2006. Verkefnisráðinn sérfræðingur við Stofnun fræðasetra Háskóla Íslands 2006–2009.

Borgarfulltrúi í Reykjavík 1990–1994, í borgarráði 1992–1994. Í stjórn Dagvistar barna 1990–1994. Formaður sveitarstjórnarráðs Alþýðuflokksins 1991–1993. Í stjórn Strætisvagna Reykjavíkur 1994–1998. Í stjórn Neytendafélags höfuðborgarsvæðisins 1995–1996. Varaformaður Kvæðamannafélagsins Iðunnar 1996–1998. Formaður Íbúasamtaka Vesturbæjar 1998–2000. Varaformaður Menningarráðs Vestfjarða frá 2007. Formaður stjórnar Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða 2001–2006. Formaður Vestfjarða-akademíunnar 2005–2008.

Alþingismaður Norðvesturkjördæmis 2009–2013 og 2015–2016 (Samfylkingin).

Varaþingmaður Norðvesturkjördæmis september 2014, janúar–febrúar 2015 og september 2015 (Samfylkingin).

Félags- og tryggingamálanefnd 2009–2010, samgöngunefnd 2009 og 2010–2011, sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd 2009–2011, umhverfisnefnd 2009–2011 (formaður 2010), atvinnuveganefnd 2011–2013, umhverfis- og samgöngunefnd 2011–2013.

Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2009–2013 (formaður).

Æviágripi síðast breytt 14. maí 2018.

Áskriftir