Guðfríður Lilja Grétarsdóttir

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir

Þingseta

Alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2009–2012 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Varaþingmaður Suðvesturkjördæmis maí–júní og nóvember 2007 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Formaður þingflokks Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs 2009–2011.

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 10. janúar 1972. Foreldrar: Grétar Áss Sigurðsson (fæddur 22. október 1935, dáinn 22. desember 2010) viðskiptafræðingur og Sigrún Andrewsdóttir (fædd 28. september 1939) kennari. Maki: Steinunn H. Blöndal (fædd 10. apríl 1973) ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur. Foreldrar: Haraldur Blöndal og Sveindís Þórisdóttir. Börn: Haraldur Áss Liljuson (2009), Sveindís Eir Steinunnardóttir (2010).

Stúdentspróf MR 1992. BA-próf í sagnfræði og stjórnmálafræði frá Harvard-háskóla í Bandaríkjunum 1996. M. Phil.-próf í heimspeki frá Cambridge-háskóla í Bretlandi 2000.

Aðstoðarmaður prófessors í félagsvísindum við Harvard 1994–1996. Fræðslufulltrúi hjá miðstöð innflytjenda í Berlín 1996–1997. Starfaði við almannatengsl hjá General Motors Europe 1997–1999. Sjálfstæð fræðistörf hjá Reykjavíkurakademíunni 2001. Starfaði einnig sem kennari og pistlahöfundur. Starfsmaður skrifstofu Alþingis 2001–2007, m.a. framkvæmdastjóri þingmannanefndar um norðurskautsmál. Framkvæmdastýra þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs 2007–2009.

Forseti Skáksambands Íslands 2004–2008 og forseti Skáksambands Norðurlanda 2006–2008.

Alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2009–2012 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Varaþingmaður Suðvesturkjördæmis maí–júní og nóvember 2007 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Formaður þingflokks Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs 2009–2011.

Umhverfisnefnd 2009–2011, utanríkismálanefnd 2009 og 2010–2012, félags- og tryggingamálanefnd 2009–2011 (formaður), sérnefnd um stjórnarskrármál 2010–2011, heilbrigðisnefnd 2010–2011, umhverfis- og samgöngunefnd 2011–2012 (formaður), allsherjar- og menntamálanefnd 2012 og 2012.

Íslandsdeild þingmannaráðstefnunnar um norðurskautsmál 2009–2012 (formaður), Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2009–2010.

Æviágripi síðast breytt 5. desember 2017.

Áskriftir