Björn Hallsson

Björn Hallsson

Þingseta

Alþingismaður Norður-Múlasýslu 1914–1915 og 1919–1923 (utan flokka (Sjálfstæðisflokkurinn eldri), Bændaflokkurinn eldri, utan flokka (Heimastjórnarflokkurinn), Framsóknarflokkur, Sparnaðarbandalagið).

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Litla-Steinsvaði í Hróarstungu 21. nóvember 1875, dáinn 18. nóvember 1962. Foreldrar: Hallur Einarsson (fæddur 15. júlí 1820, dáinn 12. ágúst 1893) bóndi þar og kona hans Gróa Björnsdóttir (fædd 22. mars 1844, dáin 20. ágúst 1919) húsmóðir. Maki 1 (23. júní 1900): Hólmfríður Eiríksdóttir (fædd 28. desember 1874, dáin 11. apríl 1924) húsmóðir. Foreldrar: Eiríkur Einarsson og kona hans Ingibjörg Einarsdóttir. Maki 2 (25. desember 1926): Soffía Hallgrímsdóttir (fædd 9. maí 1893, dáin 23. maí 1967) húsmóðir og ljósmóðir. Foreldrar: Hallgrímur Hallgrímsson og kona hans Margrét Oddsdóttir. Börn Björns og Hólmfríðar: Hallur (1902), Ingibjörg (1904), Gróa (1906), Þórhildur (1909), Eiríkur (1913), Björn (1914). Dóttir Björns og Soffíu: Hólmfríður (1928).

Gagnfræðapróf Möðruvöllum 1898.

Bóndi að Rangá 1898–1958 og átti þar áfram heima til æviloka.

Hreppstjóri Tunguhrepps 1905–1956. Sýslunefndarmaður 1908–1919. Fulltrúi á Búnaðarþingi 1923–1929 og 1932–1948. Skipaður 1928 í póstmálanefnd.

Alþingismaður Norður-Múlasýslu 1914–1915 og 1919–1923 (utan flokka (Sjálfstæðisflokkurinn eldri), Bændaflokkurinn eldri, utan flokka (Heimastjórnarflokkurinn), Framsóknarflokkur, Sparnaðarbandalagið).

Æviágripi síðast breytt 8. apríl 2015.

Áskriftir