Ólafur Þór Gunnarsson

Ólafur Þór Gunnarsson

Þingseta

Alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2013 og 2017–2021 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Varaþingmaður Suðvesturkjördæmis nóvember–desember 2009, apríl–maí, ágúst–september 2010 og október 2010 til apríl 2011, október og nóvember 2011, mars og júní 2012, desember 2013, janúar og apríl 2014 og júní 2022 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 17. júlí 1963. Foreldrar: Gunnar Pétursson (fæddur 31. mars 1930) bifreiðarstjóri og Guðrún Ólafía Sigurgeirsdóttir (fædd 5. júlí 1932, dáin 21. desember 2007) gjaldkeri. Maki: Elínborg Bárðardóttir (fædd 26. maí 1960) læknir. Foreldrar: Bárður Auðunsson og Ebba Þorsteinsdóttir. Synir: Helgi Hrafn (1988), Hjalti Már (1992), Oddur Örn (1998).

Stúdentspróf MK 1984. Kandídatspróf í læknisfræði HÍ 1990. Sérfræðinám í almennum lyflækningum við University of Connecticut, Primary Care Internal Medicine Recidency Program 1992–1995, sérfræðipróf í lyflækningum 1996. Sérfræðinám í öldrunarlækningum við University of Connecticut, School of Medicine, Travelers, Center on Aging 1996–1997, sérfræðipróf í öldrunarlækningum 1998.

Stundakennari við Stýrimannaskólann í Reykjavík 1986–1990, við HÍ 1988 og Framhaldsskóla Vestfjarða 1991–1992 og 1998. Heilsugæslulæknir á námstíma á Ísafirði og Flateyri 1988–1990. Heilsugæslulæknir á heilsugæslustöðinni og læknir á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 1991–1992, yfirlæknir heilsugæslunnar 1992. Settur héraðslæknir Vestfjarða 1992. Læknir á The Reservoir, endurhæfingarstofnun fyrir aldraða, meðfram námi 1997. Sérfræðingur og yfirlæknir lyfja-, endurhæfingar- og öldrunarlækningadeildar Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði 1998–2000. Sérfræðingur á LSH frá 2000. Bæjarfulltrúi í Kópavogi 2006–2017.

Í stjórn Félags læknanema 1984–1985 og 1988–1989.

Alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2013 og 2017–2021 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Varaþingmaður Suðvesturkjördæmis nóvember–desember 2009, apríl–maí, ágúst–september 2010 og október 2010 til apríl 2011, október og nóvember 2011, mars og júní 2012, desember 2013, janúar og apríl 2014 og júní 2022 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Félags- og tryggingamálanefnd 2010–2011, allsherjar- og menntamálanefnd 2013, umhverfis- og samgöngunefnd 2013 (formaður), efnahags- og viðskiptanefnd 2017–2021, velferðarnefnd 2017–2021.

Íslandsdeild þingmannaráðstefnunnar um norðurskautsmál 2013, Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins 2021 (formaður 2021).

Æviágripi síðast breytt 14. júní 2022.

Áskriftir