Jóhann Sæmundsson

Þingseta

Félagsmálaráðherra 1942–1943.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Elliða í Staðarsveit á Snæfellsnesi 9. maí 1905, dáinn í Reykjavík 6. júní 1955. Foreldrar: Sæmundur (fæddur 13. desember 1859, dáinn 8. maí 1910) hreppstjóri á Elliða Sigurðsson bónda á Kálfárvöllum sömu sveit Jónssonar og kona hans Stefanía (fædd 20. september 1867, dáin 2. nóvember 1953) Jónsdóttir bónda á Kálfárvöllum. Maki (27. maí 1933): Sigríður (fædd 6. febrúar 1908, dáin 8. apríl 1998) Árnadóttir tónskálds Thorsteinson Árnasonar alþingismanns og landfógeta og konu hans Helgu Einarsdóttur.

Stúdent 1926 Reykjavík. Læknisfræðipróf 1931 Háskóla Íslands. Framhaldsnám í Svíþjóð og Danmörku 1932–1934. Doktor 1948 við Karolinska Institutet i Stokkhólini. Viðurkenndur sérfræðingur í taugasjúkdómum 1938.

Stundaði lækningar í Reykjavík. Skipaður tryggingayfirlæknir 1937. Skipaður félagsmálaráðherra 22. desember 1942, lausn 19. apríl 1943. Prófessor við Háskóla Íslands 1948 og jafnframt yfirlæknir á lyflækningadeild Landsspítalans.

Í manneldisráði frá 1939 og í læknaráði frá 1942 til æviloka.

Félagsmálaráðherra 1942–1943.

Æviágripi síðast breytt 25. janúar 2016.

Áskriftir