Eggert G. Þorsteinsson

Eggert G. Þorsteinsson

Þingseta

Landsk. alþm. (Seyðf.) 1953—1956, (Reykv.) 1959 og 1971—1978, alþm. Reykv. 1957—1959 og 1959—1971 (Alþfl.).

Vþm. Reykv. febr.—maí 1957.

Sjávarútvegs- og félagsmálaráðherra 1965—1970, sjávarútvegs-, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1970—1971.

Forseti Ed. 1959. 1. varaforseti Ed. 1959—1965 og 1971—1978.

Minningarorð

Æviágrip

F. í Keflavík 6. júlí 1925, d. 9. maí 1995. For.: Þorsteinn Eggertsson (f. 4. júní 1905, d. 26. nóv. 1940) skipstjóri þar og k. h. Margrét Guðnadóttir (f. 12. jan. 1906, d. 25. sept. 1963) húsmóðir. K. 1. (10. jan. 1948) Jóna Jónsdóttir (f. 2. apríl 1922, d. 19. okt. 1981) hárgreiðslukona. For.: Jón Kornelíus Pétursson og k. h. Ágústa Gunnlaugsdóttir. K. 2. Helga Soffía Einarsdóttir (f. 22. nóv. 1924) yfirkennari. For.: Einar Jóhannsson og k. h. Ingibjörg Jónsdóttir. Börn Eggerts og Jónu: Þorsteinn (1948), Jón Ágúst (1953), Eggert (1956), Guðbjörg (1958).

Sveinspróf í múrsmíði Iðnskólanum í Reykjavík 1947. Tungumálanám í aukatímum og á kvöldnámskeiðum.

Múrari í Reykjavík 1947—1953 og stundaði þá iðn að nokkru næstu ár. Skrifstofustjóri Húsnæðismálastofnunar ríkisins 1961—1965. Skip. 31. ágúst 1965 sjávarútvegs- og félagsmálaráðherra, 1. jan. 1970 sjávarútvegs-, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, lausn 15. júní 1971, en gegndi störfum til 14. júlí. Framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 1972—1979. Forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins 1979—1993.

Í miðstjórn Alþýðuflokksins 1948—1988. Formaður Félags ungra jafnaðarmanna 1949—1953, næstu tvö ár formaður Sambands ungra jafnaðarmanna. Formaður Múrarafélags Reykjavíkur 1953—1958. Varaforseti Alþýðusambands Íslands 1958—1960. Skip. 1951 í endurskoðunarnefnd laga um iðnaðarmál. Í landsbankanefnd 1954—1957 og í öryggisráði á vinnustöðum 1955—1958. Kosinn 1955 í atvinnumálanefnd. Í húsnæðismálastjórn 1957—1965, formaður hennar frá 1960. Sat þing Alþjóðaþingmannasambandsins 1959, 1961, 1963— 1964 og 1971—1972. Skip. 1960 í endurskoðunarnefnd um húsnæðismál. Kosinn 1961 í vinnutímanefnd. Skip. 1962 í endurskoðunarnefnd laga um Iðnlánasjóð. Í stjórn Íslenska járnblendifélagsins 1975—1982. Formaður stjórnar Gutenbergs frá 1984.

Landsk. alþm. (Seyðf.) 1953—1956, (Reykv.) 1959 og 1971—1978, alþm. Reykv. 1957—1959 og 1959—1971 (Alþfl.).

Vþm. Reykv. febr.—maí 1957.

Sjávarútvegs- og félagsmálaráðherra 1965—1970, sjávarútvegs-, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1970—1971.

Forseti Ed. 1959. 1. varaforseti Ed. 1959—1965 og 1971—1978.

Æviágripi síðast breytt 13. febrúar 2014.