Björt Ólafsdóttir

Björt Ólafsdóttir

Þingseta

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2013–2017 (Björt framtíð).

Umhverfis- og auðlindaráðherra 2017.

6. varaforseti Alþingis 2016–2017.

Formaður þingflokks Bjartrar framtíðar 2016–2017.

Æviágrip

Fædd á Torfastöðum, Biskupstungum, 2. mars 1983. Foreldrar: Ólafur Einarsson (fæddur 13. maí 1952) bóndi og barna- og fjölskyldumeðferðaraðili og Drífa Kristjánsdóttir (fædd 31. október 1950) oddviti, bóndi og barna- og fjölskyldumeðferðaraðili. Maki: Birgir Viðarsson (fæddur 7. september 1981) verkfræðingur. Foreldrar: Viðar Birgisson og Unnur Jónsdóttir. Börn: Garpur (2009), Fylkir (2015), Folda (2015).

Stúdentspróf MH 2003. BA-próf í sálfræði og kynjafræði HÍ 2007. M.Sc.-próf í mannauðsstjórnun frá Háskólanum í Lundi 2008.

Meðferðarfulltrúi við Meðferðarheimilið Torfastöðum 1997–2004. Stuðningsfulltrúi og verkefnastjóri á geðdeildum Landspítalans með námi 2006–2009. Starfaði við viðskiptaþróun og mannauðsmál á ráðgjafar- og þjónustumiðstöðinni Vinun 2010–2011. Mannauðs- og stjórnunarráðgjafi hjá Capacent 2011–2013. Umhverfis- og auðlindaráðherra 11. janúar til 30. nóvember 2017.

Formaður Geðhjálpar 2011–2013.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2013–2017 (Björt framtíð).

Umhverfis- og auðlindaráðherra 2017.

6. varaforseti Alþingis 2016–2017.

Formaður þingflokks Bjartrar framtíðar 2016–2017.

Atvinnuveganefnd 2013–2016, velferðarnefnd 2013–2015, efnahags- og viðskiptanefnd 2016–2017, kjörbréfanefnd 2016–2017.

Æviágripi síðast breytt 30. nóvember 2017.

Áskriftir