Páll Jóhann Pálsson

Páll Jóhann Pálsson

Þingseta

Alþingismaður Suðurkjördæmis 2013–2016 (Framsóknarflokkur).

Æviágrip

Fæddur í Keflavík 25. nóvember 1957. Foreldrar: Páll Hreinn Pálsson (fæddur 3. júní 1932) skipstjóri, útgerðarmaður og fiskverkandi og Margrét Sighvatsdóttir (fædd 23. maí 1930, dáin 3. febrúar 2012) húsmóðir og tónlistarmaður. Maki: Guðmunda Kristjánsdóttir (fædd 21. nóvember 1952) útgerðarstjóri. Foreldrar: Kristján Karl Pétursson og Ágústa Sigurðardóttir. Synir: Páll Hreinn (1983), Eggert Daði (1985). Sonur Páls Jóhanns og Evu Sumarliðadóttur: Lárus Páll (1977). Stjúpbörn, börn Guðmundu: Ágústa (1972), Valgeir (1980).

Vélfræðingur frá Vélskóla Íslands 1978. Skipstjórnarpróf frá Stýrimannaskóla Íslands 1983.

Vann við almenna fiskvinnslu með skóla auk sjómennsku á vertíðarbátum milli skólaára 1973–1978. Vélstjóri 1978–1981 og 2000–2002. Starfsmaður Vélsmiðju Jóns og Kristins í Grindavík 1982–1983. Vélstjóri, skipstjóri og bátsmaður 1983–1994. Útgerðarstjóri hjá Vísi hf. 1994–2000. Skipstjóri og útgerðarmaður síðan 2003.

Í stjórn Hestamannafélagsins Mána 1982–1983. Í stjórn Reykjaness, félags smábáta á Reykjanesi, 2003–2010. Formaður stjórnar Landssambands línubáta 2010–2013. Í bæjarstjórn Grindavíkurbæjar síðan 2010. Í stjórn Saltfiskseturs Íslands og í stjórn Suðurlinda ehf. síðan 2010. Formaður hafnarstjórnar Grindavíkurhafnar síðan 2011.

Alþingismaður Suðurkjördæmis 2013–2016 (Framsóknarflokkur).

Atvinnuveganefnd 2013–2016, velferðarnefnd 2013–2015, fjárlaganefnd 2015–2016.

Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2013–2016.

Æviágripi síðast breytt 31. október 2016.

Áskriftir