Þórunn Egilsdóttir

Þórunn Egilsdóttir
  • Embætti: Formaður þingflokks
  • 5. varaforseti
  • Kjördæmi: Norðausturkjördæmi
  • Þingflokkur: Framsóknarflokkur

Þingseta

Alþingismaður Norðausturkjördæmis síðan 2013 (Framsóknarflokkur).

2. varaforseti 2015–2016. 1. varaforseti 2016–2017. 5. varaforseti síðan 2017.

Formaður þingflokks Framsóknarflokksins 2015 og síðan 2016.

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 23. nóvember 1964. Foreldrar: Egill Ásgrímsson (fæddur 1. apríl 1943) bólstrari og Sigríður Lúthersdóttir (fædd 28. apríl 1939). Maki: Friðbjörn Haukur Guðmundsson (fæddur 21. apríl 1946) bóndi. Foreldrar: Guðmundur Jónsson og Guðlaug Valgerður Friðbjarnardóttir. Börn: Kristjana Louise (1989), Guðmundur (1990), Hekla Karen (2004).

Stúdentspróf VÍ 1984. B.Ed.-próf KHÍ 1999.

Sauðfjárbóndi síðan 1986. Grunnskólakennari 1999–2008, áður leiðbeinandi. Skólastjórnandi 2005–2008. Verkefnastjóri hjá Þekkingarneti Austurlands, nú Austurbrú, 2008–2013. Í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 2010–2014, oddviti 2010–2013.

Formaður Málfundafélags VÍ 1983–1984. Í stjórn Kvenfélagsins Lindarinnar 1991–1998. Í félagsmálanefnd Vopnafjarðarhrepps 1998–2006. Í stjórn Menntasjóðs Lindarinnar síðan 1998, formaður 2006–2010. Í orlofsnefnd húsmæðra á Austurlandi 2001–2009. Í stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2010–2014. Í sveitarstjórnarráði Framsóknarflokksins 2010–2014. Í miðstjórn Framsóknarflokksins síðan 2010. Í ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2011–2015. Í hreindýraráði 2011–2016.

Alþingismaður Norðausturkjördæmis síðan 2013 (Framsóknarflokkur).

2. varaforseti 2015–2016. 1. varaforseti 2016–2017. 5. varaforseti síðan 2017.

Formaður þingflokks Framsóknarflokksins 2015 og síðan 2016.

Atvinnuveganefnd 2013–2016, velferðarnefnd 2013–2015, allsherjar- og menntamálanefnd 2016–2017.

Íslandsdeild NATO-þingsins 2013–2016 (formaður).

Æviágripi síðast breytt 31. janúar 2017.