Elín Hirst

Elín Hirst

Þingseta

Alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2013–2016 (Sjálfstæðisflokkur).

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 4. september 1960. Foreldrar: Stefán Hirst (fæddur 4. desember 1934) lögmaður og Valdís Vilhjálmsdóttir (fædd 2. nóvember 1938) bankafulltrúi. Maki: Friðrik Friðriksson (fæddur 1. október 1955) hagfræðingur og framkvæmdastjóri Skjásins. Foreldrar: Friðrik Kristjánsson og Bergljót Ingólfsdóttir. Synir: Friðrik Árni (1985), Stefán (1987).

Stúdentspróf MH 1979. Grunnfagspróf í þjóðhagfræði frá Óslóarháskóla 1981. BS-próf í frétta- og blaðamennsku frá University of Florida, Gainsville 1984. MA-próf í sagnfræði HÍ 2005.

Blaðamaður á DV 1984–1986. Fréttamaður á Bylgjunni 1986–1988. Fréttamaður á Stöð 2 1988–1993, fréttaþulur 1990–1996. Varafréttastjóri Stöðvar 2 og Bylgjunnar 1993–1994, fréttastjóri 1994–1996. Nefndarmaður í úrskurðarnefnd um upplýsingamál 1997–2004. Fréttamaður Sjónvarpsins 1998–2001, fréttaþulur Sjónvarpsins 1998–2010. Fréttastjóri Sjónvarpsins 2002–2008. Dagskrárgerðarmaður hjá RÚV 2008–2010.

Í stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna, 1984. Í stjórn Íslandsdeildar UNESCO 2002–2004. Í stjórn Tónlistarfélags Reykjavíkur og í stjórn Þjóðræknisfélags Íslands síðan 2011. Formaður stjórnar menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar 2012–2013. Formaður stjórnar Leiðarljóss, stuðningsmiðstöðvar fyrir börn með sjaldgæfa, alvarlega, ólæknandi sjúkdóma, síðan 2012. Í stjórn Grænlandssjóðs 2013–2017.

Alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2013–2016 (Sjálfstæðisflokkur).

Velferðarnefnd 2013–2014, þingskapanefnd 2013–2016, umhverfis- og samgöngunefnd 2014–2016, utanríkismálanefnd 2014–2016.

Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2013–2016.

Hefur skráð viðtalsbók og framleitt heimildarmyndir.

Æviágripi síðast breytt 26. apríl 2017.

Áskriftir