Björn Leví Gunnarsson

Björn Leví Gunnarsson
  • Embætti: Varaformaður þingflokks
  • Kjördæmi: Reykjavíkurkjördæmi suður
  • Þingflokkur: Píratar
  • 780-0495

Þingseta

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2016–2017, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður síðan 2017 (Píratar).

Varaþingmaður Suðvesturkjördæmis mars og október 2014, október–nóvember og desember 2015 (Píratar).

5. varaforseti Alþingis 2020–2021 og síðan 2021.

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 1. júní 1976. Foreldrar: Gunnar Þorsteinsson (fæddur 7. september 1956) múrari og Fanney Gunnarsdóttir (fædd 2. apríl 1959). Maki: Heiða María Sigurðardóttir (fædd 3. nóvember 1982). Foreldrar: Sigurður H. Magnússon og Ásdís Birna Stefánsdóttir. Börn: Alexander Arnar (2009), Ársól Ísafold (2015).

Stúdentspróf FÁ 1996. BS-próf í tölvunarfræði HÍ 2008. MA-próf í tölvunarfræði frá Brandeis University 2010.

Starfsmaður í leikskólunum Staðarborg og Jörfa 1996–1999. Kerfisstjóri hjá LÍN 1999–2000. Starfsmaður við hugbúnaðarþjónustu hjá Hugviti hf. 2000–2003. Kennsla við Foldaskóla 2003–2005. Gæðaeftirlit hjá CCP 2006–2008. Hugbúnaðarsérfræðingur hjá Meniga 2013–2014. Hugbúnaðarsérfræðingur hjá Námsmatsstofnun, síðar Menntamálastofnun, 2014–2016.

Formaður framkvæmdaráðs Pírata 2013–2014. Formaður Pírata 2018–2019.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2016–2017, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður síðan 2017 (Píratar).

Varaþingmaður Suðvesturkjördæmis mars og október 2014, október–nóvember og desember 2015 (Píratar).

5. varaforseti Alþingis 2020–2021 og síðan 2021.

Fjárlaganefnd 2016–2021 og 2021–, undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa 2021, kjörbréfanefnd 2016 og 2021.

Íslandsdeild þingmannaráðstefnunnar um norðurskautsmál 2017–2021.

Æviágripi síðast breytt 25. janúar 2022.

Áskriftir