Einar Gíslason

Einar Gíslason

Þingseta

Alþingismaður Suður-Múlasýslu 1874–1878.

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur að Hallbjarnarstöðum í Skriðdal 9. desember 1838, dáinn 8. júlí 1887. Foreldrar: Gísli Þorvarðsson (fæddur 1808, dáinn 8. júlí 1866) bóndi þar og 2. kona hans Ingibjörg Einarsdóttir (fædd 1807, dáin 1. nóvember 1876) húsmóðir. Maki (24. september 1863): Guðrún Helga Jónsdóttir (fædd 6. maí 1840, dáin 17. júní 1918) húsmóðir. Foreldrar: Jón Einarsson og kona hans Ragnheiður Jónsdóttir. Börn: Gísli (1864), Ragnheiður Ingibjörg (1865), Jón (1867), Sigurður (1868), Magnús (1870), Baldvin (1873), Vigfús (1878).

    Bóndi á Höskuldsstöðum í Breiðdal frá 1866 til æviloka.

    Hreppstjóri Breiðdalshrepps.

    Alþingismaður Suður-Múlasýslu 1874–1878.

    Æviágripi síðast breytt 17. apríl 2015.

    Áskriftir