Eva Pandora Baldursdóttir

Eva Pandora Baldursdóttir
  • Kjördæmi: Norðvesturkjördæmi
  • Þingflokkur: Píratar

Þingseta

Alþingismaður Norðvesturkjördæmis síðan 2016 (Píratar).

Æviágrip

Fædd á Sauðárkróki 8. október 1990. Foreldrar: Baldur Haraldsson (fæddur 25. maí 1962) múrarameistari og Pimpan Ushuwathana (fædd 17. mars 1958) húsmóðir. Maki: Daníel Valgeir Stefánsson (fæddur 4. apríl 1988) nemi. Foreldrar: Stefán Valdimar Stefánsson og Árný Þóra Árnadóttir. Dóttir: Árney María (2016).

Stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra 2010. B.Sc.-próf. í viðskiptafræði frá HÍ 2013. Framhaldsnám í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst 2014–2015. Stundar framhaldsnám í opinberri stjórnsýslu við HÍ.

Viðskiptafræðingur hjá Fjárvakri 2012–2015. Skipuleggjandi ferða hjá Iceland Travel 2015–2016. Viðskiptafræðingur hjá KPMG 2016.

Formaður nemendafélags Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra 2009–2010.

Alþingismaður Norðvesturkjördæmis síðan 2016 (Píratar).

Efnahags- og viðskiptanefnd 2016, atvinnuveganefnd 2017–.

Æviágripi síðast breytt 24. apríl 2017.