Teitur Björn Einarsson

Teitur Björn Einarsson
  • Embætti: 6. varaforseti
  • Kjördæmi: Norðvesturkjördæmi
  • Þingflokkur: Sjálfstæðisflokkur
  • 860-4971

Þingseta

Alþingismaður Norðvesturkjördæmis síðan 2016 (Sjálfstæðisflokkur).

6. varaforseti síðan 2017.

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 1. apríl 1980. Foreldrar: Einar Oddur Kristjánsson (fæddur 26. desember 1942, dáinn 14. júlí 2007) alþingismaður og Sigrún Gerða Gísladóttir (fædd 20. nóvember 1943) hjúkrunarfræðingur. Mágur Illuga Gunnarssonar alþingismanns og ráðherra. Maki: Margrét Gísladóttir (fædd 19. júlí 1986) framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda. Foreldrar: Gísli Gunnarsson og Þuríður Kristjana Þorbergsdóttir.

Stúdentspróf MR 2000. Lögfræðipróf HÍ 2006. Hdl. 2007.

Lögmaður hjá LOGOS 2006–2007. Stjórnandi hjá Eyrarodda hf. 2007–2011. Lögmaður hjá OPUS lögmönnum 2011–2014. Aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra 2014–2016. Varamaður í stjórn Landsvirkjunar frá 2013. Formaður undanþágu- og mönnunarnefndar fiskiskipa 2014.

Formaður Félags framhaldsskólanema 1999–2000. Formaður Orators, félags laganema við HÍ, 2003–2004. Formaður utanríkismálanefndar Sjálfstæðisflokksins 2011–2013.

Alþingismaður Norðvesturkjördæmis síðan 2016 (Sjálfstæðisflokkur).

6. varaforseti síðan 2017.

Kjörbréfanefnd 2016–2017, umhverfis- og samgöngunefnd 2017–, utanríkismálanefnd 2017–.

Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2017–.

Æviágripi síðast breytt 30. janúar 2017.