Theodóra S. Þorsteinsdóttir

Theodóra S. Þorsteinsdóttir
  • Embætti: Formaður þingflokks
  • Kjördæmi: Suðvesturkjördæmi
  • Þingflokkur: Björt framtíð

Þingseta

Alþingismaður Suðvesturkjördæmis síðan 2016 (Björt framtíð).

Formaður þingflokks Bjartrar framtíðar síðan 2017.

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 2. september 1969. Foreldrar: Þorsteinn Theodórsson (fæddur 14. apríl 1939) vörubílstjóri og María Guðbjörg Snorradóttir (fædd 21. júlí 1941, dáin 30. október 2011) starfsmaður á hjúkrunarheimili. Maki: Ólafur Agnar Viggósson (fæddur 5. febrúar 1960) verktaki. Foreldrar: Viggó Sigurðsson og Valgerður Ólafsdóttir. Börn: Eydís María (1994), Stefán Bjarki (1998). Stjúpbörn, börn Ólafs: Sveinn Anton (1980), Hlín (1986).

Stúdentspróf VÍ 1998. Atvinnuréttindi A 30brl frá Stýrimannaskólanum. BA í lögfræði frá HR 2012. Stundar framhaldsnám í lögfræði HR.

Starfsmaður Byko 1989–1998, Mjólkursamsölunnar 2000–2001, Smáralindar 2001–2007.

Formaður stjórnar Markaðsstofu Kópavogs 2012–2014. Oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi síðan 2014. Formaður hafnarstjórnar Kópavogshafnar og formaður bæjarráðs Kópavogs síðan 2014, formaður skipulagsnefndar síðan 2016. Í stjórn Isavia síðan 2015. Í samráðsnefnd um veiðigjöld síðan 2017. Í Þingvallanefnd síðan 2017.

Alþingismaður Suðvesturkjördæmis síðan 2016 (Björt framtíð).

Formaður þingflokks Bjartrar framtíðar síðan 2017.

Fjárlaganefnd 2016–, atvinnuveganefnd 2017–.

Æviágripi síðast breytt 2. maí 2017.