Einar Brynjólfsson

Einar Brynjólfsson
  • Kjördæmi: Norðausturkjördæmi
  • Þingflokkur: Píratar
  • 784-0801

Þingseta

Alþingismaður Norðausturkjördæmis síðan 2016 (Píratar).

Formaður þingflokks Pírata 2017.

Æviágrip

Fæddur á Akureyri 26. október 1968. Foreldrar: Brynjólfur Jónsson (fæddur 23. október 1927, dáinn 11. ágúst 1999) vegaverkstjóri og Guðný Halldóra Árelíusdóttir (fædd 9. febrúar 1936, dáin 23. júní 2012) húsmóðir. Maki: Helga Hákonardóttir (fædd 25. september 1969) hjúkrunarfræðingur. Foreldrar: Hákon Sigurðsson og Aðalbjörg Svanhvít Kristjánsdóttir. Börn: Atli Freyr (1992), Ásdís Elfa (1994), Lilja (2007).

Stúdentspróf MA 1990. Kennsluréttindi fyrir framhaldsskóla frá HA 2000. MA-próf í sagnfræði og þýsku frá Georg-August-Universität í Göttingen, Þýskalandi, 1997.

Kennari við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra 1998–1999. Kennari við VMA 1999–2010. Ritstóri Súlna, tímarits Sögufélags Eyfirðinga, 2000–2002. Kennari við MA 2010–2016.

Í stjórn Pírata á Norðausturlandi 2016. Í nefnd til að undirbúa hátíðahöld árið 2018 í tilefni aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands 2016–2017. Í Þingvallanefnd síðan 2017.

Alþingismaður Norðausturkjördæmis síðan 2016 (Píratar).

Formaður þingflokks Pírata 2017.

Allsherjar- og menntamálanefnd 2016–2017, umhverfis- og samgöngunefnd 2017–.

Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2017–.

Æviágripi síðast breytt 27. september 2017.