Einar Jónsson

Einar Jónsson

Þingseta

Alþingismaður Rangæinga 1908–1919 og 1926–1931 (Heimastjórnarflokkurinn, Bændaflokkurinn eldri, Heimastjórnarflokkurinn, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur).

Æviágrip

Fæddur á Geldingalæk vestri á Rangárvöllum 18. nóvember 1868, dáinn 22. október 1932 (drukknaði í Ytri-Rangá). Foreldrar: Jón Loftsson (fæddur 12. október 1836, dáinn 23. janúar 1925) bóndi þar og kona hans Þuríður Einarsdóttir (fædd 14. júní 1845, dáin 13. júní 1893) húsmóðir. Maki (17. júní 1909): Ingunn Stefánsdóttir (fædd 15. desember 1880, dáin 20. febrúar 1952) húsmóðir. Foreldrar: Stefán Hallgrímsson og kona hans Guðfinna Pétursdóttir. Börn: Nikulás (1908), Pétur (1910), Þuríður (1912), Loftur Þór (1921).

Hlaut nokkra tilsögn hjá kennara í æsku (Nikulási Þórðarsyni).

Stundaði sjóróðra og kennslu á fyrri árum. Kennari í Vestur-Landeyjahreppi 1891–1894. Kennari á Rangárvöllum 1899–1904. Bóndi á Geldingalæk vestri frá 1897 til æviloka. Sýsluskrifari öðru hverju hjá Páli Briem og Magnúsi Torfasyni.

Alþingismaður Rangæinga 1908–1919 og 1926–1931 (Heimastjórnarflokkurinn, Bændaflokkurinn eldri, Heimastjórnarflokkurinn, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur).

Æviágripi síðast breytt 17. apríl 2015.

Áskriftir