Albertína Friðbjörg Elíasdóttir

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir

Þingseta

Alþingismaður Norðausturkjördæmis 2017–2021 (Samfylkingin).

Æviágrip

Fædd á Ísafirði 17. febrúar 1980. Foreldrar: Elías Oddsson (fæddur 1. desember 1956), sonur Magdalenu Margrétar Sigurðardóttur varaþingmanns, og Ingibjörg Svavarsdóttir (fædd 17. maí 1959).

Stúdentspróf MH 2000. B.Sc.-próf í félagsfræði HÍ 2005. Áttunda stigs próf á píanó frá Tónlistarskólanum á Ísafirði 2010. M.Sc.-próf í landfræði HÍ 2012.

Ráðgjafi og verkefnastjóri í barnavernd og félagsmálum hjá Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar 2003–2005. Forstöðumaður Gamla apóteksins á Ísafirði 2004–2006. Leiðsögumaður um Jökulfirði og Hornstrandir í sumarleyfum frá 2004. Verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfirðinga 2006–2008. Rannsakandi í ferðamálum hjá Rannsóknasetri Háskóla Íslands í Bolungarvík 2008–2010. Organisti í Dýrafirði, Önundarfirði, Súgandafirði og Arnarfirði í afleysingum 2008–2014. Verkefnastjóri og kennari hjá Háskólasetri Vestfjarða 2009–2015. Bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ 2010–2014, forseti bæjarstjórnar 2011 og 2013, fulltrúi í bæjarráði Ísafjarðarbæjar 2010–2014. Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga 2010–2014. Verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands á Ísafirði 2012–2014. Verkefnastjóri atvinnumála hjá Akureyrarbæ 2014–2016. Framkvæmdastjóri EIMS 2016–2017.

Formaður hafnarstjórnar Ísafjarðarbæjar 2010. Formaður umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar 2010–2014. Í samráðsnefnd um veiðigjöld síðan 2018.

Alþingismaður Norðausturkjördæmis 2017–2021 (Samfylkingin).

Atvinnuveganefnd 2017–2021.

Æviágripi síðast breytt 27. janúar 2022.

Áskriftir