Guðmundur Andri Thorsson

Guðmundur Andri Thorsson

Þingseta

Alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2017–2021 (Samfylkingin).

Varaþingmaður Suðvesturkjördæmis febrúar 2022, mars 2023, október 2023, desember 2023 og febrúar 2024 (Samfylkingin).

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 31. desember 1957. Foreldrar: Thor Vilhjálmsson (fæddur 12. ágúst 1925, dáinn 2. mars 2011), systursonur Ólafs Thors alþingismanns og ráðherra, og Margrét Indriðadóttir (fædd 28. október 1923, dáin 18. maí 2016). Maki: Ingibjörg Eyþórsdóttir (fædd 20. desember 1957) tónlistar- og íslenskufræðingur. Foreldrar: Eyþór Einarsson og Svandís Ólafsdóttir. Börn: Svandís (1995), Sólrún Liza (2000).

Stúdentspróf MS 1978. BA-próf í íslensku HÍ 1983. Framhaldsnám í íslensku við HÍ 1983–1987.

Rithöfundur. Ritstjóri hjá Máli og menningu og seinna Eddu 1987–2004 og hjá Forlaginu 2008–2017. Pistlagerð frá árinu 1988 fyrir Þjóðviljann, Pressuna, Alþýðublaðið, Ríkisútvarpið, Bylgjuna, DV, Dag-Tímann og Fréttablaðið. Höfundur skáldsagna, æviminninga og þýðinga. Ritstjóri Tímarits Máls og menningar (1987–1989 og 2008–2017).

Í stjórn PEN á Íslandi frá 2010. Í Þingvallanefnd 2018–2022.

Alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2017–2021 (Samfylkingin).

Varaþingmaður Suðvesturkjördæmis febrúar 2022, mars 2023, október 2023, desember 2023 og febrúar 2024 (Samfylkingin).

Allsherjar- og menntamálanefnd 2017–2021, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2019–2021.

Íslandsdeild þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu 2017–2021.

Æviágripi síðast breytt 20. febrúar 2024.

Áskriftir