Guðmundur Andri Thorsson

Guðmundur Andri Thorsson
  • Kjördæmi: Suðvesturkjördæmi
  • Þingflokkur: Samfylkingin

Þingseta

Alþingismaður Suðvesturkjördæmis síðan 2017 (Samfylkingin).

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 31. desember 1957. Foreldrar: Thor Vilhjálmsson (fæddur 12. ágúst 1925, dáinn 2. mars 2011), systursonur Ólafs Thors alþingismanns og ráðherra, og Margrét Indriðadóttir (fædd 28. október 1923, dáin 18. maí 2016). Maki: Ingibjörg Eyþórsdóttir (fædd 20. desember 1957) tónlistar- og íslenskufræðingur. Foreldrar: Eyþór Einarsson og Svandís Ólafsdóttir. Börn: Svandís (1995), Sólrún Liza (2000).

Stúdentspróf MS 1978. BA-próf í íslensku frá HÍ 1983. Framhaldsnám í íslensku við HÍ 1983–1987.

Rithöfundur og ritstjóri hjá Máli og menningu og seinna Eddu 1987–2004 og hjá Forlaginu 2008–2017. Pistlagerð frá árinu 1988 fyrir Þjóðviljann, Pressuna, Alþýðublaðið, Ríkisútvarpið, Bylgjuna, DV, Dag-Tímann og Fréttablaðið.

Í stjórn PEN á Íslandi frá 2010.

Alþingismaður Suðvesturkjördæmis síðan 2017 (Samfylkingin).

Höfundur skáldsagna, æviminninga og þýðinga.

Ritstjóri: Tímarit Máls og menningar (1987–1989 og 2008–2017).

Æviágripi síðast breytt 16. nóvember 2017.