Inga Sæland

Inga Sæland
  • Kjördæmi: Reykjavíkurkjördæmi suður
  • Þingflokkur: Flokkur fólksins

Þingseta

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður síðan 2017 (Flokkur fólksins).

Æviágrip

Fædd í Ólafsfirði 3. ágúst 1959. Foreldrar: Ástvaldur Einar Steinsson (fæddur 21. ágúst 1930) sjómaður og netagerðarmaður og Sigríður Sæland Jónsdóttir (fædd 25. júní 1937) húsmóðir. Maki: Óli Már Guðmundsson (fæddur 5. júlí 1953). Foreldrar: Guðmundur Ólafsson og Anna Baldvina Gottliebsdóttir. Börn: Guðmundur (1978), Einar Már (1980), Sigríður Sæland (1984), Baldvin Örn (1987).

Stundaði nám við MH 1994–1999. Stundaði nám í stjórnmálafræði við HÍ 2003–2006. BA-próf í lögfræði HÍ 2016.

Stofnandi Flokks fólksins 2016 og formaður frá stofnun. Í samráðsnefnd um veiðigjöld síðan 2018.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður síðan 2017 (Flokkur fólksins).

Atvinnuveganefnd 2017–2018 og 2022–, fjárlaganefnd 2018–2021, þingskapanefnd 2019–2021, undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa 2021, kjörbréfanefnd 2021.

Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2017–2020, Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2020–2021.

Æviágripi síðast breytt 9. febrúar 2022.

Áskriftir