Diljá Mist Einarsdóttir

Diljá Mist Einarsdóttir
  • Kjördæmi: Reykjavíkurkjördæmi norður
  • Þingflokkur: Sjálfstæðisflokkur

Þingseta

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður síðan 2021 (Sjálfstæðisflokkur).

4. varaforseti Alþingis 2021–2023.

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 21. desember 1987. Foreldrar: Einar S. Hálfdánarson (fæddur 13. mars 1954) hæstaréttarlögmaður og endurskoðandi og Regína G. Pálsdóttir (fædd 27. apríl 1955) sálfræðingur og uppeldisfræðingur. Maki: Róbert Benedikt Róbertsson (fæddur 14. maí 1986) fjármálastjóri. Foreldrar: Auðbjörg Guðröðardóttir og Róbert Benediktsson. Börn: Jökull Róbert (2013) og Susie Rut (2016).

Stúdentspróf VÍ 2006. BA-próf í lögfræði frá HÍ 2009. MA-próf í lögfræði frá HÍ 2011. Hdl. 2012. LLM-próf í alþjóðlegum umhverfis- og auðlindarétti frá HÍ 2017. Hrl. 2018.

Fulltrúi hjá Lögmáli ehf. 2011–2018. Stundakennari í lögfræði við VÍ 2018. Aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra 2018–2021.

Annar varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna 2007–2009. Varaformaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík 2009–2010. Varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins 2018–. Formaður skólanefndar Borgarholtsskóla 2018–2021.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður síðan 2021 (Sjálfstæðisflokkur).

4. varaforseti Alþingis 2021–2023.

Efnahags- og viðskiptanefnd 2021–, utanríkismálanefnd 2021– (formaður 2023–), kjörbréfanefnd 2021, undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa 2021.

Íslandsdeild þingmannanefnda EFTA og EES 2021–, þingmannanefnd Íslands og ESB 2022–.

Æviágripi síðast breytt 20. september 2023.

Áskriftir