Erlendur Þorsteinsson

Erlendur Þorsteinsson

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Eyfirðinga) 1938–1942 (Alþýðuflokkur). Landskjörinn varaþingmaður (Eyfirðinga) febrúar–mars 1938, (Siglfirðinga) desember 1949 til janúar 1950 og nóvember 1950.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Búðum í Fáskrúðsfirði 12. júní 1906, dáinn 10. júlí 1981. Foreldrar: Þorsteinn Sigurðsson (fæddur 4. nóvember 1881, dáinn 22. nóvember 1944) sjómaður þar og 1. kona hans Helga Elín Erlendsdóttir (fædd 17. júní 1881, dáin 22. janúar 1908) húsmóðir. Maki 1 (28. október 1927): Guðlaug Valgerður Hallsdóttir (fædd 4. september 1904, dáin 6. febrúar 1982) húsmóðir. Þau skildu. Foreldrar: Hallur Pálsson og kona hans Jónína Björg Jónsdóttir. Maki 2 (8. apríl 1939): Ásta Kjartansdóttir (fædd 13. ágúst 1915, dáin 8. mars 1986) húsmóðir. Foreldrar: Kjartan Gunnlaugsson og kona hans Margrét Berndsen. Synir Erlends og Valgerðar: Birgir Hallur (1928), Bragi Valgarður (1930). Börn Erlends og Ragnheiðar Bachmann: Helga Sigríður (1937), Gunnar Guðjón (1939). Stjúpdóttir Erlends, dóttir Ástu: Ingveldur Hilmarsdóttir (1937).

Gagnfræðingur Akureyri 1925. Nám í framhaldsdeild Gagnfræðaskólans á Akureyri 1925–1927.

Réðst til bæjarfógetans á Siglufirði 1. nóvember 1927, fulltrúi hans 1928–1936. Ráðinn 1936 skrifstofustjóri síldarútvegsnefndar, 1939 framkvæmdastjóri nefndarinnar og gegndi því starfi til ársloka 1958. Skrifstofustjóri Brunabótafélags Íslands 1959–1976.

Í bæjarstjórn Siglufjarðar 1938–1947, forseti bæjarstjórnar 1938–1941. Skip. 1944 í nýbyggingarráð. Í stjórn Síldarverksmiðja ríkisins 1947–1952, í stjórn Tunnuverksmiðja ríkisins 1947–1970, formaður stjórnarinnar 1958–1969, og í síldarútvegsnefnd 1947–1970, formaður nefndarinnar 1958–1969. Átti sæti í viðskiptanefndum við Sovétríkin, Finnland, Svíþjóð, Vestur- og Austur-Þýskaland og Tékkóslóvakíu 1947–1950 og 1959–1967.

Landskjörinn alþingismaður (Eyfirðinga) 1938–1942 (Alþýðuflokkur). Landskjörinn varaþingmaður (Eyfirðinga) febrúar–mars 1938, (Siglfirðinga) desember 1949 til janúar 1950 og nóvember 1950.

Æviágripi síðast breytt 23. júní 2015.

Áskriftir