Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir
  • Kjördæmi: Reykjavíkurkjördæmi suður
  • Þingflokkur: Píratar

Þingseta

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður síðan 2021 (Píratar).

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 3. febrúar 1982. Foreldrar: Gunnar Smári Helgason (fæddur 20. júlí 1957) hljóðmaður og Kristín Erna Arnardóttir (fædd 30. október 1960) kvikmyndagerðarmaður. Systir Helga Hrafns Gunnarssonar alþingismanns. Sonur Arndísar Önnu og Sveins Snorra Sverrissonar: Styrmir Gunnar (2007). Sonur Arndísar Önnu og Maliks Ben Tabib: Ilíes (2019).

Stúdentspróf VÍ 2003. BA-próf í lögfræði HÍ 2007. Mag. jur.-próf í lögfræði HÍ 2009. LLM-próf í mannréttindum frá Kaþólska háskólanum í Leuven 2013.

Fulltrúi á LEX lögmannsstofu 2009–2011. Lögfræðingur á Barnaverndarstofu 2011. Lögfræðingur í innanríkisráðuneyti 2011–2012. Lögfræðingur hjá Rauða krossinum á Íslandi 2014–2020. Sjálfstætt starfandi lögmaður 2021.

Í flóttamannanefnd 2012. Í kærunefnd greiðsluaðlögunarmála 2010–2014. Varamaður í úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála 2010–2014. Í framkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna 2004–2005. Í stúdentaráði HÍ 2005–2007. Sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum á Íslandi 2009–.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður síðan 2021 (Píratar).

Allsherjar- og menntamálanefnd 2021–2023, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2021–, velferðarnefnd 2023–.

Íslandsdeild þingmannanefnda EFTA og EES 2021–2022, þingmannanefnd Íslands og ESB 2022–, þingmannanefnd EFTA og EES 2023–.

Æviágripi síðast breytt 13. september 2023.

Áskriftir