Friðjón Þórðarson

Friðjón Þórðarson

Þingseta

Landsk. alþm. (Dal.) 1956—1959, alþm. Vesturl. 1967—1991 (Sjálfstfl.).

Vþm. Vesturl. mars 1962.

Dóms- og kirkjumálaráðherra og samstarfsráðherra um norræn málefni 1980—1983.

1. varaforseti Sþ. 1973—1974 og 1978—1979, 2. varaforseti Sþ. 1974—1978 og 1979.

Minningarorð

Æviágrip

F. á Breiðabólstað á Fellsströnd 5. febr. 1923, d. 14. des. 2009. For.: Þórður Kristjánsson (f. 26. mars 1890, d. 19. maí 1967) bóndi og hreppstjóri þar, bróðir Salome ömmu Svavars Gestssonar alþm., og k. h. Steinunn Þorgilsdóttir (f. 12. júní 1892, d. 4. okt. 1984) kennari. Faðir Sigurðar Rúnars vþm., tengdafaðir Árna M. Mathiesens alþm. K. 1. (28. okt. 1950) Kristín Sigurðardóttir (f. 30. des. 1928, d. 19. maí 1989) húsmóðir. For.: Sigurður Lýðsson og k. h. Guðrún Bárðardóttir. K. 2. (29. júní 1992) Guðlaug Guðmundsdóttir (f. 14. ágúst 1936) húsmóðir. For.: Guðmundur Halldór Þorláksson og k. h. Ingunn Sigríður Tómasdóttir. Börn Friðjóns og Kristínar: Sigurður Rúnar (1950), Þórður (1952), Helgi Þorgils (1953), Lýður Árni (1956), Steinunn Kristín (1960).

Stúdentspróf MR 1941. Lögfræðipróf HÍ 1947. Hdl. 1948. Hrl. 1991. Náms- og kynnisdvöl við aðalstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York sept.—des. 1949 og við State Police Academy í New Haven, Connecticut, Bandaríkjunum febr.—júní 1950.

Hóf störf hjá Ragnari Jónssyni hæstaréttarlögmanni að loknu prófi. Settur bæjarfógeti á Akranesi ágústmánuð 1947. Fulltrúi borgardómarans í Reykjavík 1947—1948. Fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík 1948—1949, 1950—1951 og 1952—1955. Oft settur lögreglustjóri í Reykjavík 1948—1955. Settur bæjarfógeti á Siglufirði 1951—1952. Sýslumaður í Dalasýslu 1955—1965 og 1991—1993. Sýslumaður í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu 1965—1975. Skip. 8. febr. 1980 dóms- og kirkjumálaráðherra og samstarfsráðherra um norræn málefni, lausn 28. apríl 1983, en gegndi störfum til 26. maí.Stjórnarformaður Sparisjóðs Dalasýslu 1956—1965. Í bankaráði Búnaðarbanka Íslands 1960—1993, formaður 1969—1972. Í hreppsnefnd Stykkishólmshrepps 1966—1970. Sat á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1966, 1985, 1987 og 1990. Fulltrúi Íslands í Þingmannasamtökum Norður-Atlantshafsríkjanna 1967—1974 og 1976, formaður íslensku sendinefndarinnar 1968—1971. Fulltrúi Íslands á þingi Evrópuráðsins 1974. Fulltrúi Íslands á fundum þingmannanefndar EFTA 1975, 1977 og 1988. Í stjórn Sementsverksmiðju ríkisins 1977—1993. Í stjórn Brunabótafélags Íslands frá 1979, formaður 1987, og Vátryggingafélags Íslands síðan 1989. Í Íslandsdeild Norðurlandaráðs 1983—1987 og sat aukaþing ráðsins 1988. Í Vestnorræna þingmannaráðinu 1985 og 1987—1989, formaður.

Landsk. alþm. (Dal.) 1956—1959, alþm. Vesturl. 1967—1991 (Sjálfstfl.).

Vþm. Vesturl. mars 1962.

Dóms- og kirkjumálaráðherra og samstarfsráðherra um norræn málefni 1980—1983.

1. varaforseti Sþ. 1973—1974 og 1978—1979, 2. varaforseti Sþ. 1974—1978 og 1979.

Æviágripi síðast breytt 28. janúar 2014.