Guðmundur Bjarnason

(Guðmundur Kristján)

Guðmundur Bjarnason

Þingseta

Alþm. Norðurl. e. 1979–1999 (Framsfl.).

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1987–1991. Landbúnaðar- og umhverfisráðherra 1995–1999.

2. varaforseti Ed. 1979–1983.

Æviágrip

F. á Húsavík 9. okt. 1944. For.: Bjarni Stefánsson (f. 10. ágúst 1898, d. 22. jan. 1977) bifreiðarstjóri og verslunarmaður þar og k. h. Jakobína Jónsdóttir (f. 26. sept. 1908, d. 8. febr. 1992) húsmóðir. K. (25. des. 1965) Vigdís Gunnarsdóttir (f. 21. des. 1944) ritari við Tækniskóla Íslands. For.: Gunnar Maríusson, föðurbróðir Jóns Ármanns Héðinssonar alþm., og k. h. Elín Jónsdóttir. Dætur: Jakobína (1964), Arna (1965), Silja Rún (1974).

Samvinnuskólapróf 1963.

Starfsmaður við Kaupfélag Þingeyinga á Húsavík 1963–1967, við útibú Samvinnubanka Íslands á Húsavík 1967–1977 og útibússtjóri sama banka í Keflavík 1977–1980. Skip. 8. júlí 1987 heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, lausn 17. sept. 1988, en gegndi störfum til 28. sept. Skip. 28. sept. 1988 heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, lausn 23. apríl 1991, en gegndi störfum til 30. apríl 1991. Skip. 23. apríl 1995 landbúnaðar- og umhverfisráðherra, lausn 11. maí 1999.

Hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum á vegum Framsóknarflokksins, m.a. verið formaður FUF á Húsavík 1966–1969, átt sæti í miðstjórn og framkvæmdastjórn og verið ritari Framsóknarflokksins 1983–1994 og varaformaður flokksins 1994–1998. Bæjarfulltrúi á Húsavík 1970–1977, forseti bæjarstjórnar 1974–1977. Fulltrúi Íslands á þingi Evrópuráðsins 1991–1995. Átti sæti í samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir og ráðninganefnd ríkisins 1983–1987. Sat í samstarfshópi um ríkisfjármál á vegum fjármálaráðuneytisins 1983–1987. Í stjórnarnefnd Ríkisspítalanna 1991–1995. Fulltrúi Alþingis á RÖSE-þingi 1992. Sat þing Vestur-Evrópusambandsins 1994.

Alþm. Norðurl. e. 1979–1999 (Framsfl.).

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1987–1991. Landbúnaðar- og umhverfisráðherra 1995–1999.

2. varaforseti Ed. 1979–1983.

Æviágripi síðast breytt 7. ágúst 2001.