Andrés Eyjólfsson

Andrés Eyjólfsson

Þingseta

Alþingismaður Mýramanna 1951–1956 (Framsóknarflokkur).

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Kirkjubóli í Hvítársíðu 27. maí 1886, dáinn 9. apríl 1986. Foreldrar: Eyjólfur Andrésson (fæddur 24. nóvember 1850, dáinn 25. apríl 1917) bóndi þar, bróðir Magnúsar Andréssonar alþingismanns á Gilsbakka, og kona hans Guðrún Brynjólfsdóttir (fædd 14. mars 1854, dáin 23. apríl 1935) húsmóðir. (Ættarskrá XI.) Maki (28. september 1919): Ingibjörg Guðmundsdóttir (fædd 15. maí 1887, dáin 18. júní 1974). Foreldrar: Guðmundur Erlendsson og kona hans Ingibjörg Sigurðardóttir. Börn: Þorbjörg (1922), Ingibjörg (1923), Eyjólfur (1925), Magnús (1927), Guðrún (1930).

Búfræðipróf Hvanneyri 1911.

Bóndi í Síðumúla 1912–1957, hætti þá búskap, en átti þar heima áfram.

Í hreppsnefnd Hvítársíðuhrepps 1913–1966, oddviti 1925–1966. Í skólanefnd Alþýðuskólans á Hvítárbakka 1920–1931. Formaður byggingar- og skólanefndar Héraðsskólans í Reykholti 1930–1962 og í byggingarnefnd Barnaskóla Mýrasýslu að Varmalandi 1951–1954. Stöðvarstjóri Landssíma Íslands í Síðumúla 1921–1964. Innanþingsskrifari á Alþingi 1922–1924 og 1928–1935, skjalavörður Alþingis 1935–1951. Formaður eftirlitsnefndar með opinberum sjóðum 1934–1964. Skipaður 1956 í nefnd til að gera tillögur um aðgerðir til útrýmingar refa og minka. Í landsbankanefnd 1956–1957.

Alþingismaður Mýramanna 1951–1956 (Framsóknarflokkur).

Æviágripi síðast breytt 25. október 2018.

Áskriftir