Gunnar Ólafsson

Gunnar Ólafsson

Þingseta

Alþingismaður Vestur-Skaftfellinga 1908–1911, landskjörinn alþingismaður 1925–1926 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Sjálfstæðisflokkurinn þversum, Sjálfstæðisflokkurinn eldri).

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur í Sumarliðabæ 18. febrúar 1864, dáinn 26. júní 1961. Foreldrar: Ólafur Þórðarson (fæddur 20. ágúst 1829, dáinn 29. apríl 1898) bóndi þar og kona hans Guðlaug Þórðardóttir (fædd 22. september 1839, dáin 13. mars 1920) húsmóðir. Bróðir Jóns Ólafssonar alþingismanns og bankastjóra. Maki (1. september 1898): Jóhanna Eyþórsdóttir (fædd 18. október 1870, dáin 19. júlí 1944) húsmóðir, föðursystir Ásgeirs Ásgeirssonar, alþingismanns og forseta Íslands. Foreldrar: Eyþór Felixson og kona hans Kristín Grímsdóttir. Börn: Ólafur (1899), Sigurður Ásgeir (1901), Nanna (1903), Guðlaug (1906), Eyþór (1908), Kristín (1910).

Nám í kvöldskóla verslunarmanna í Reykjavík 1888–1889.

Sótti sjó á vetrum, en vann sveitavinnu á sumrum í æsku. Verslunarmaður í Reykjavík 1889–1896, starfsmaður Brydes-verslunar í Vík í Mýrdal, bókhaldari 1896–1899, en verslunarstjóri 1899–1908. Fluttist til Vestmannaeyja 1909 og rak þar verslun og útgerð, lengi í félagi við Jóhann Þ. Jósefsson alþingismanns og ráðherra, oft settur sýslumaður í Vestmannaeyjum.

Vararæðismaður Norðmanna frá 1916.

Alþingismaður Vestur-Skaftfellinga 1908–1911, landskjörinn alþingismaður 1925–1926 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Sjálfstæðisflokkurinn þversum, Sjálfstæðisflokkurinn eldri).

Endurminningar hans komu út 1948.

Æviágripi síðast breytt 3. janúar 2017.

Áskriftir