Gunnlaugur Finnsson

Gunnlaugur Finnsson

Þingseta

Alþingismaður Vestfirðinga 1974–1978 (Framsóknarflokkur).

Varaþingmaður Vestfirðinga febrúar–mars 1979.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Hvilft í Önundarfirði 11. maí 1928, dáinn 13. janúar 2010. Foreldrar: Finnur Finnsson (fæddur 29. desember 1876, dáinn 14. ágúst 1956) bóndi þar og kona hans Guðlaug Sveinsdóttir (fædd 28. febrúar 1885, dáin 20. febrúar 1981) húsmóðir. Maki (14. júní 1952): Sigríður Jóhanna Bjarnadóttir (fædd 19. mars 1926) húsmóðir. Foreldrar: Bjarni Einar Einarsson og kona hans Halldóra Sæmundsdóttir. Börn: Sigurlaug (1953), Halldóra Valgerður (1955), María (1956), Finnur Magnús (1958), Bergljót (1960), Birna (1961), Einar Þór (1964).

Stúdentspróf MA 1949.

Bóndi á Hvilft síðan 1950. Kennari við Héraðsskólann á Núpi 1953–1954 og við barna- og unglingaskóla á Flateyri 1959–1974. Kaupfélagsstjóri á Flateyri 1980–1988.

Í hreppsnefnd Flateyrarhrepps 1954–1958 og 1962–1968, oddviti 1966–1970 og 1974–1978. Formaður Fjórðungssambands Vestfjarða 1970–1974. Kirkjuþingsmaður frá 1970 og í kirkjuráði íslensku þjóðkirkjunnar frá 1976. Í stjórn Hjálparstofnunar kirkjunnar frá 1983.

Alþingismaður Vestfirðinga 1974–1978 (Framsóknarflokkur).

Varaþingmaður Vestfirðinga febrúar–mars 1979.

Æviágripi síðast breytt 4. nóvember 2019.

Áskriftir