Guttormur Vigfússon

Þingseta

Alþingismaður Norður-Múlasýslu 1847 og 1849 (varaþingmaður). Þjóðfundarmaður 1851. Kosinn alþingismaður Norður-Múlasýslu 1852, en komst ekki til þings 1853 vegna veikinda og sagði af sér fyrir þing 1855.

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur á Valþjófsstað 17. nóvember 1804, dáinn 14. september 1856. Foreldrar: Vigfús Ormsson (fæddur 17. júní 1751, dáinn 12. ágúst 1841) prestur þar og kona hans Bergljót Þorsteinsdóttir (fædd um 1760, dáin 9. október 1828) húsmóðir. Afi Guttorms Vigfússonar alþingismanns í Geitagerði. Maki 1 (28. september 1826): Halldóra Jónsdóttir (fædd 18. ágúst 1808, dáin 8. nóvember 1852) húsmóðir, systir Margrétar konu Sveins Sveinssonar alþingismanns, föðursystir Björns Péturssonar alþingismanns. Foreldrar: Jón Þorsteinsson Schjöld og kona hans Þórey Jónsdóttir. Maki 2 (30. júní 1854): Kristín Jónsdóttir (fædd 28. apríl 1830, dáin 26. júlí 1855) húsmóðir, systir Brynjólfs Jónssonar alþingismanns. Foreldrar: Jón Bergsson og kona hans Rósa Brynjólfsdóttir, systir Sigurðar Brynjólfssonar alþingismanns. Börn Guttorms og Halldóru: Vigfús (1828), Bergljót (1829), Bergljót (1832), Guðlaug (1834), Sigfús Jón (1835), Þórey María (1836), Einar (1838), Sigurður (1840), Jón (1841), Stefán (1843), Sigríður (1844), Sigríður (1846), Guttormur (1849). Sonur Guttorms og Kristínar: Halldór Gísli Brynjólfur (1855). Dóttir Guttorms og Bjargar Eiríksdóttur: Anna (1822).

    Stúdent úr heimaskóla hjá séra Guðmundi Bjarnasyni aðstoðarpresti í Görðum á Álftanesi 1824.

    Bóndi á Arnheiðarstöðum frá 1826 til æviloka, bjó stuttan tíma í hjáleigu þaðan, Geitagerði.

    Alþingismaður Norður-Múlasýslu 1847 og 1849 (varaþingmaður). Þjóðfundarmaður 1851. Kosinn alþingismaður Norður-Múlasýslu 1852, en komst ekki til þings 1853 vegna veikinda og sagði af sér fyrir þing 1855.

    Æviágripi síðast breytt 3. september 2015.

    Áskriftir