Ari Arnalds

(Ari Jónsson, tók sér 1916 ættarnafnið Arnalds)

Ari Arnalds

Þingseta

Alþingismaður Strandamanna 1908–1911 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri (Landvarnarflokkurinn)).

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Hjöllum í Gufudalssveit 7. júní 1872, dáinn 14. apríl 1957. Foreldrar: Jón Finnsson (fæddur 2. maí 1830, dáinn 28. desember 1917) bóndi þar og kona hans Sigríður Jónsdóttir (fædd 29. ágúst 1831, dáin 27. september 1914) húsmóðir. Afi Ragnars Arnalds alþingismanns og ráðherra. Maki (10. október 1908): Matthildur Einarsdóttir Kvaran (fædd 29. september 1889, dáin 27. janúar 1980). Þau skildu. Foreldrar: Einar H. Kvaran, bróðir Sigurðar H. Kvarans alþingismanns, og 2. kona hans Gíslína Kvaran. Synir: Sigurður (1909), Einar (1911), Þorsteinn (1915).

Stúdentspróf Lsk. 1898. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1905.

Blaðamaður við dagblaðið Verdens Gang í Ósló 1904–1905. Settur vorið 1906 og fram á sumar sýslumaður í Norður-Múlasýslu og bæjarfógeti á Seyðisfirði. Yfirréttarmálaflutningsmaður í Reykjavík 1907–1914. Aðstoðarmaður í fjármálaráðuneytinu 1909–1910, starfsmaður í veðdeild Landsbanka Íslands 1910–1914. Sýslumaður í Húnavatnssýslu 1914–1918, sýslumaður í Norður-Múlasýslu og bæjarfógeti á Seyðsfirði 1918–1937. Starfsmaður í endurskoðunardeild fjármálaráðuneytisins 1941–1947.

Lögfræðilegur ráðunautur útibús Útvegsbanka Íslands á Seyðisfirði 1937–1941. Stofnandi og meðstjórnandi Síldarbræðslunnar hf. á Seyðisfirði og jafnframt lögfræðilegur ráðunautur fyrirtækisins 1937–1941. Skipaður 1938 sáttasemjari í vinnudeilum í Austurlandsumdæmi. Umboðsmaður Búnaðarbanka Íslands á Austurlandi og umboðsmaður eftirlitsmanns sveitarstjórnarmálefna þar 1939–1941. Í bankaráði Íslandsbanka 1909–1915.

Alþingismaður Strandamanna 1908–1911 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri (Landvarnarflokkurinn)).

Samdi nokkrar bækur byggðar á eigin minningum.

Ritstjóri: Dagfari (1906). Ingólfur (1907–1908).

Æviágripi síðast breytt 29. nóvember 2018.

Áskriftir