Halldór Ásgrímsson

Halldór Ásgrímsson

Þingseta

Alþingismaður Norður-Múlasýslu 1946–1959, alþingismaður Austurlands 1959–1967 (Framsóknarflokkur).

2. varaforseti Neðri deildar 1950–1953, 1. varaforseti Neðri deildar 1953–1959.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Brekku í Hróarstungu 17. apríl 1896, dáinn 1. desember 1973. Foreldrar: Ásgrímur Guðmundsson (fæddur 26. júlí 1857, dáinn 26. júní 1932) síðar bóndi á Grund í Borgarfirði eystra og kona hans Katrín Helga Björnsdóttir (fædd 5. júní 1862, dáin 23. september 1928) húsmóðir. Afi Halldórs Ásgrímssonar alþingismanns og ráðherra. Maki (11. júní 1922) Anna Guðný Guðmundsdóttir (fædd 17. desember 1895, dáin 20. nóvember 1978) kennari. Foreldrar: Guðmundur Jónsson og kona hans Þórhalla Steinsdóttir. Synir: Árni Björgvin (1922), Ásgrímur Helgi (1925), Ingi Björn (1929), Guðmundur Þórir (1932), Halldór Karl (1937).

Gagnfræðapróf Akureyri 1916. Samvinnuskólapróf 1921.

Kennari við barna- og unglingaskólann í Borgarfirði eystra 1916–1919. Veitti forstöðu unglingaskólanum þar 1919–1920. Starfsmaður Kaupfélags Borgarfjarðar 1920–1922. Kaupfélagsstjóri Kaupfélags Borgarfjarðar 1922–1940. Rak jafnframt bóksölu á Bakkagerði 1922–1940 og búskap á föðurleifð sinni, Grund, 1923–1932. Kaupfélagsstjóri Kaupfélags Vopnfirðinga 1940–1959, veitti jafnframt áfram forstöðu Kaupfélagi Borgarfjarðar 1940–1942. Útibússtjóri Búnaðarbankans á Egilsstöðum 1960–1966. Átti síðan heima í Reykjavík.

Formaður Búnaðarfélags Borgarfjarðar 1928–1940. Í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps 1928–1940, sýslunefndarmaður 1923–1940. Í hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps 1942–1946, sýslunefndarmaður 1942–1959.

Alþingismaður Norður-Múlasýslu 1946–1959, alþingismaður Austurlands 1959–1967 (Framsóknarflokkur).

2. varaforseti Neðri deildar 1950–1953, 1. varaforseti Neðri deildar 1953–1959.

Æviágripi síðast breytt 4. nóvember 2019.

Áskriftir