Halldór Steinsson

Halldór Steinsson

Þingseta

Alþingismaður Snæfellinga 1911–1913 og 1916–1933 (Heimastjórnarflokkurinn, Utanflokkabandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur).

Forseti efri deildar 1923–1927.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur í Hvammi í Dölum 31. ágúst 1873, dáinn 25. desember 1961. Foreldrar: Steinn Steinsen (fæddur 4. apríl 1838, dáinn 27. júlí 1883) prestur þar og kona hans Wilhelmine Cathrine, fædd Biering (fædd 3. mars 1839, dáin 13. október 1917) húsmóðir. Maki 1 (9. júní 1902): Guðrún Katrín Jónsdóttir (fædd 18. febrúar 1876, dáin 23. júlí 1927) húsmóðir. Foreldrar: Jón Jónsson og 2. kona hans Anna Jónsdóttir. Maki 2 (8. ágúst 1929): Ragnheiður Lilja Einarsdóttir (fædd 14. desember 1909, dáin 12. september 2001) húsmóðir. Foreldar: Einar Bogason og kona hans Sigrún Anna Elín Bjarnadóttir. Sonur Halldórs og Guðrúnar: Vilhelm Steinsen (1903). Sonur Halldórs og Lilju: Halldór Steinsen (1931).

Stúdentspróf Lsk. 1894. Læknisfræðipróf Læknaskólanum 1898. Framhaldsnám í sjúkrahúsum í Kaupmannahöfn 1898–1899.

Gegndi héraðslæknisstörfum á Akranesi sumarið 1898. Héraðslæknir í Ólafsvíkurhéraði 1899–1934. Fluttist til Reykjavíkur og átti þar heima síðan.

Var í hreppsnefnd Ólafsvíkurhrepps um tvo áratugi. Átti sæti í landsbankanefnd 1928–1936, í eftirlitsráði með opinberum rekstri 1934–1940.

Alþingismaður Snæfellinga 1911–1913 og 1916–1933 (Heimastjórnarflokkurinn, Utanflokkabandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur).

Forseti efri deildar 1923–1927.

Æviágripi síðast breytt 4. september 2015.

Áskriftir