Hallgrímur Jónsson

Hallgrímur Jónsson

Þingseta

Þjóðfundarmaður Suður-Múlasýslu 1851.

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur á Húsavík við Skjálfanda 16. ágúst 1811, dáinn 5. janúar 1880. Foreldrar: Jón Þorsteinsson (fæddur 24. febrúar 1781, dáinn 14. júní 1862) prestur í Reykjahlíð og kona hans Þuríður Hallgrímsdóttir (fædd 2. mars 1789, dáin 20. október 1867) húsmóðir. Maki (3. október 1840): Kristrún Jónsdóttir (fædd 31. ágúst 1806, dáin 29. september 1881) húsmóðir. Foreldrar: Jón Jónsson og kona hans Þorgerður Runólfsdóttir. Systir Björns Jónssonar þjóðfundarmaður og Guðnýjar, 1. konu Sveins Níelssonar alþingismanns. Börn: Þorgerður (1841), Tómas (1842), Kristrún Þuríður (1844), Jónas Pétur (1846).

    Stúdentspróf Bessastöðum 1835. Guðfræðipróf Hafnarháskóla 1840.

    Fékk Hólma í Reyðarfirði 1840, dómkirkjuprestsembættið í Reykjavík 1854, en afsalaði sér því og fékk leyfi til að vera kyrr að Hólmum, hélt þá til æviloka. Prófastur í Suður-Múlaprófastsdæmi 1847–1862.

    Þjóðfundarmaður Suður-Múlasýslu 1851.

    Æviágripi síðast breytt 7. september 2015.

    Áskriftir