Hannibal Valdimarsson

Hannibal Valdimarsson

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Norður-Ísfirðinga) 1946–1952, (Ísafjarðar) 1953–1956 og (Reykvíkinga, Vestfirðinga) 1959–1963, alþingismaður Ísafjarðar 1952–1953, alþingismaður Reykvíkinga 1956–1959 og 1967–1971, alþingismaður Vestfirðinga 1963–1967 og 1971–1974 (Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag, utan flokka, Samtök frjálslyndra og vinstri manna).

Félags- og heilbrigðismálaráðherra 1956–1958, samgöngu- og félagsmálaráðherra 1971–1973.

Formaður þingflokks Samtaka frjálslyndra og vinstri manna 1969–1974.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Fremri-Arnardal í Eyrarhreppi 13. janúar 1903, dáinn 1. september 1991. Foreldrar: Valdimar Jónsson (fæddur 29. mars 1866, dáinn 29. mars 1922) bóndi þar og kona hans Elín Hannibalsdóttir (fædd 4. ágúst 1866, dáin 18. desember 1953) húsmóðir. Bróðir Finnboga R. Valdimarssonar alþingismanns og faðir Jóns Baldvins alþingismanns og ráðherra og Ólafs varaþingmanns Hannibalssona. Maki (1934): Sólveig Sigríður Ólafsdóttir (fædd 24. febrúar 1904, dáin 11. maí 1997) húsmóðir. Foreldrar: Ólafur Þórðarson og kona hans Guðríður Hafliðadóttir. Börn: Arnór (1934), Ólafur Kristján (1935), Elín (1936), Guðríður (1937), Jón Baldvin (1939). Sonur Hannibals og Hólmfríðar Ingjaldsdóttur: Ingjaldur (1951).

Gagnfræðapróf Akureyri 1922. Kennarapróf Johnstrup Statsseminarium í Danmörku 1927.

Hélt smábarnaskóla á Ísafirði 1927–1928. Kennari við barnaskólann á Akranesi 1928–1929. Skólastjóri barnaskólans í Súðavík 1929–1931. Skrifstofumaður hjá Samvinnufélagi Ísfirðinga 1931–1938, hafði jafnframt umsjón með byggingu Alþýðuhúss Ísafjarðar og var forstöðumaður þess 1934–1938. Stundakennari við Gagnfræðaskólann á Ísafirði 1931–1938, skólastjóri 1938–1954 og 1975. Ritstjóri í Reykjavík 1952–1954. Skipaður 24. júlí 1956 félags- og heilbrigðismálaráðherra, lausn 4. desember 1958, en gegndi störfum til 23. desember 1958. Skipaður 14. júlí 1971 samgöngu- og félagsmálaráðherra, lausn 16. júlí 1973. Rak búskap í Selárdal í Arnarfirði 1966–1977.

Formaður Verkalýðsfélagsins Baldurs á Ísafirði 1932–1939. Bæjarfulltrúi á Ísafirði 1933–1949. Forseti Alþýðusambands Vestfjarða 1934–1953. Forseti Alþýðusambands Íslands 1954–1971. Í kaupskrárnefnd 1954–1971. Í Norðurlandaráði 1954 og 1973–1974. Skipaður 1966 í nefnd til að semja frumvarp um almennan lífeyrissjóð. Skipaður 1968 í atvinnumálanefnd ríkisins. Kosinn 1972 í stjórnarskrárnefnd og skipaður formaður hennar. Kosinn 1973 í neyðarráðstafananefnd vegna eldgossins á Heimaey. Formaður Alþýðuflokksins 1952–1954, Alþýðubandalagsins (kosningabandalags Sósíalistaflokksins og Málfundafélags jafnaðarmanna) 1956–1968 og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna frá stofnun þeirra 1969–1974.

Landskjörinn alþingismaður (Norður-Ísfirðinga) 1946–1952, (Ísafjarðar) 1953–1956 og (Reykvíkinga, Vestfirðinga) 1959–1963, alþingismaður Ísafjarðar 1952–1953, alþingismaður Reykvíkinga 1956–1959 og 1967–1971, alþingismaður Vestfirðinga 1963–1967 og 1971–1974 (Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag, utan flokka, Samtök frjálslyndra og vinstri manna).

Félags- og heilbrigðismálaráðherra 1956–1958, samgöngu- og félagsmálaráðherra 1971–1973.

Formaður þingflokks Samtaka frjálslyndra og vinstri manna 1969–1974.

Samdi rit og fjölda greina birtra í tímaritum og blöðum um stjórnmál, verkalýðsmál og skólamál. Hannibal Valdimarsson og samtíð hans heitir bók eftir Þór Indriðason (1990).

Ritstjóri: Skutull (1935–1938 og 1943–1947). Alþýðublaðið (1952–1954).

Æviágripi síðast breytt 25. ágúst 2020.

Áskriftir