Hálfdan Guðjónsson

Hálfdan Guðjónsson

Þingseta

Alþingismaður Húnvetninga 1908–1911 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri).

2. varaforseti neðri deildar 1911.

Æviágrip

Fæddur í Flatey á Breiðafirði 23. maí 1863, dáinn 7. mars 1937. Foreldrar: Guðjón Hálfdanarson (fæddur 6. júlí 1833, dáinn 25. október 1883) prestur þar, bróðir Helga Hálfdanarsonar alþingismanns, og kona hans Sigríður Stefánsdóttir Stephensen (fædd 25. maí 1841, dáin 18. maí 1889) húsmóðir. Maki (25. október 1897) Herdís Pétursdóttir (fædd 4. desember 1871, dáin 25. janúar 1928) húsmóðir. Foreldrar: Pétur Pálmason og kona hans Jórunn Hannesdóttir. Systir Halldóru konu Ólafs Briems alþingismanns og Hannesar föður Pálma Hannessonar alþingismanns og Péturs Hannessonar varaþingmanns. Börn: Sigríður (1902), Helgi (1911).

Stúdentspróf Lsk. 1884. Guðfræðipróf Prestaskólanum 1886.

Fékk Goðdali 1886, Breiðabólstað í Vesturhópi 1893 og Reynistaðarklaustursprestakall 1914, sat á Sauðárkróki, lausn 1934. Prófastur í Húnavatnsprófastsdæmi 1906–1914, í Skagafjarðarprófastsdæmi 1919–1934. Vígslubiskup í Hólabiskupsdæmi 1928–1937.

Alþingismaður Húnvetninga 1908–1911 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri).

2. varaforseti neðri deildar 1911.

Æviágripi síðast breytt 8. september 2015.