Helgi Thordersen

Helgi Thordersen

Þingseta

Konungkjörinn alþingismaður 1845–1865. Þjóðfundarmaður 1851.

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur á Arnarhóli í Reykjavík 7. apríl 1794, dáinn 4. desember 1867. Foreldrar: Guðmundur Þórðarson (fæddur 1765, dáinn 5. september 1803) fangahússráðsmaður þar og kona hans Steinunn Helgadóttir (fædd 1769, dáin 27. maí 1857) húsmóðir. Faðir Stefáns Thordersens alþingismanns. Tengdafaðir Sigurðar Melsteðs alþingismanns. Maki (21. júní 1820): Ragnheiður Stefánsdóttir Stephensen (fædd 19. janúar 1795, dáin 28. maí 1866) húsmóðir. Foreldrar: Stefán Ólafsson Stephensen og kona hans Marta María Diðriksdóttir Stephensen, fædd Hölter. Börn: Ragnheiður (1821), Steinunn (1822), Ástríður (1825), Ragnheiður (1827), Stefán (1829), Ragnheiður (1830), Guðmundur (1831), Magnús (1833).

    Stúdentspróf Bessastöðum 1813. Guðfræðipróf Hafnarháskóla 1819.

    Við barnakennslu í Reykjavík 1819–1820. Fékk Saurbæ á Hvalfjarðarströnd 1820, Odda 1825. Varð dómkirkjuprestur í Reykjavík 1835 og bjó í Landakoti. Skipaður 1845 biskup yfir Íslandi og tók við biskupsembættinu 2. september 1846. Bjó fyrst í Laugarnesi, en fékk 1850 leyfi til að flytjast til Reykjavíkur, lausn 1866. Á prestskaparárum sínum kenndi hann mörgum skólalærdóm.

    Konungkjörinn alþingismaður 1845–1865. Þjóðfundarmaður 1851.

    Samdi húslestrarbók: Húspostilla (1883).

    Æviágripi síðast breytt 21. september 2015.

    Áskriftir