Ingólfur Bjarnarson

Ingólfur Bjarnarson

Þingseta

Alþingismaður Suður-Þingeyinga 1922–1934 (Framsóknarflokkur).

1. varaforseti neðri deildar 1931–1933.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur í Haga í Gnúpverjahreppi 6. nóvember 1874, dáinn 8. apríl 1936. Foreldrar: Björn Guðmundsson (fæddur 24. ágúst 1847, dáinn á vertíð 1878) vinnumaður þar og Ingibjörg Jónsdóttir (fædd 13. júlí 1847, dáin 19. maí 1923). Maki (25. maí 1905): Guðbjörg Guðmundsdóttir (fædd 12. apríl 1896, dáin 6. janúar 1951) húsmóðir. Foreldrar: Guðmundur Davíðsson og kona hans Guðfinna Elíasdóttir. Börn: Sigrún (1907), Guðmundur (1909), Ingibjörg (1912).

Gagnfræðapróf Möðruvöllum 1892.

Stundaði kennslu í Fnjóskadal, verslunarstörf og ýmsa vinnu 1892–1901. Bæjarfógetaskrifari á Akureyri 1901–1906, oft settur sýslumaður og bæjarfógeti. Bóndi í Fjósatungu frá 1905 til æviloka.

Hreppstjóri frá 1907 til æviloka. Formaður Sambands íslenskra samvinnufélaga frá 1925 til æviloka. Átti sæti í stjórn Minningarsjóðs Jóns Sigurðssonar frá Gautlöndum frá 1926 og í landsbankanefnd frá 1928. Kosinn 1935 í stjórn markaðs- og verðjöfnunarsjóðs.

Alþingismaður Suður-Þingeyinga 1922–1934 (Framsóknarflokkur).

1. varaforseti neðri deildar 1931–1933.

Æviágripi síðast breytt 25. ágúst 2020.

Áskriftir