Ingvar Gíslason

Ingvar Gíslason

Þingseta

Alþm. Norðurl. e. 1961—1987 (Framsfl.).

Vþm. Norðurl. e. apríl-júní 1960 og jan.- mars 1961.

Menntamálaráðherra 1980—1983.

Forseti Nd. 1978—1979 og 1983—1987. 1. varaforseti Nd. 1974, 2. varaforseti Nd. 1974—1978.

Formaður þingflokks Framsóknarflokksins 1979—1980.

Æviágrip

F. í Nesi í Norðfirði 28. mars 1926. For.: Gísli Hjálmarsson Kristjánsson (f. 12. des. 1893, d. 6. júlí 1989) útgerðarmaður og k. h. Fanný Kristín Ingvarsdóttir (f. 17. des. 1904) húsmóðir, dóttir Ingvars Pálmasonar alþm. K. (21. maí 1949) Ólöf Auður Erlingsdóttir (f. 1. mars 1928, d. 27. júní 2005). For.: Erlingur Pálsson og k. h. Sigríður Sigurðardóttir. Börn: Fanný (1949), Erlingur Páll (1952), Gísli (1956), Sigríður (1960), Auður Inga (1965).

Stúdentspróf MA 1947. Stundaði nám í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands 1947—1948 og í sagnfræði við háskólann í Leeds í Englandi 1948—1949. Lögfræðipróf HÍ 1956. Hdl. 1962.

Blaðamennska og ýmis störf í Reykjavík lengst af með námi 1949—1956. Fulltrúi í fjármálaráðuneyti 1956—1957. Skrifstofustjóri Framsóknarflokksins á Akureyri 1957—1963, en stundaði jafnframt ýmis lögfræðistörf. Stundakennari við Gagnfræðaskólann á Akureyri 1958—1959. Dómarafulltrúi á Akureyri flest sumur 1963—1969. Skip. 8. febr. 1980 menntamálaráðherra, lausn 28. apríl 1983, en gegndi störfum til 26. maí. Ritstjóri Tímans 1987—1991.

Í stjórn Atvinnubótasjóðs, síðar Atvinnujöfnunarsjóðs 1963—1971. Kosinn í áfengismálanefnd 1964 og var framkvæmdastjóri hennar 1965—1966. Skip. 1966 í nefnd til að semja frumvarp um almennan lífeyrissjóð. Sat fund Þingmannasamtaka Norður-Atlantshafsríkjanna 1970. Skip. 1971 í nefnd til að semja frumvarp um jöfnun námsaðstöðu. Átti sæti í Rannsóknaráði 1971—1980, þar af í stjórn ráðsins 1971—1979. Í stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins 1972—1980. Kosinn í byggðanefnd 1973. Sat í húsafriðunarnefnd 1974—1983. Átti sæti í Kröflunefnd 1974—1980. Fulltrúi á þingi Evrópuráðsins 1971—1980 og 1983—1987 og sat nokkur ár í forsætisnefnd þess. Á sæti í útvarpsréttarnefnd síðan 1986 og í stjórn Þróunarsamvinnustofnunar Íslands síðan 1986. Í úthlutunarnefnd starfslauna rithöfunda 1994—1995.

Alþm. Norðurl. e. 1961—1987 (Framsfl.).

Vþm. Norðurl. e. apríl-júní 1960 og jan.- mars 1961.

Menntamálaráðherra 1980—1983.

Forseti Nd. 1978—1979 og 1983—1987. 1. varaforseti Nd. 1974, 2. varaforseti Nd. 1974—1978.

Formaður þingflokks Framsóknarflokksins 1979—1980.

Hefur ritað blaða- og tímaritsgreinar og birt nokkur ljóð, hlaut verðlaun í ljóðasamkeppni á vegum menningarmálanefndar Akureyrar 1989.

Ritstjóri: Muninn (1946—1947). Allt til skemmtunar og fróðleiks (1950—1951). Stúdentablað 1. des. 1951, formaður ritnefndar (1951). Vikutíðindi (1951). Tíminn (1987—1991).

Æviágripi síðast breytt 1. júlí 2005.