Jens Sigurðsson

Jens Sigurðsson

Þingseta

Þjóðfundarmaður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1851.

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur á Hrafnseyri við Arnarfjörð 6. júlí 1813, dáinn 2. nóvember 1872. Foreldrar: Sigurður Jónsson (fæddur 2. janúar 1777, dáinn 31. október 1855) prestur þar og kona hans Þórdís Jónsdóttir (fædd 1772, dáin 28. ágúst 1862) húsmóðir. Bróðir Jóns Sigurðssonar forseta og alþingismanns. Faðir Jóns alþingismanns og Sigurðar alþingismanns Jenssona. Maki (28. september 1848): Ólöf Björnsdóttir (fædd 22. febrúar 1830, dáin 7. desember 1874) húsmóðir. Foreldrar: Björn Gunnlaugsson og kona hans Ragnheiður Bjarnadóttir. Hálfsystir Bjarna Johnsens alþingismanns. Börn: Þórdís (1849), Guðlaug (1850), Björn (1852), Sigurður (1853), Jón (1855), Bjarni (1857), Ragnheiður (1858), Ingibjörg (1860), Þórður (1863).

    Stúdentspróf Bessastöðum 1837. Guðfræðipróf Hafnarháskóla 1845.

    Barnakennari á Eyrarbakka veturinn 1845–1846. Kennari við Lærða skólann í Reykjavík 1846–1869. Rektor frá 1869 til æviloka.

    Þjóðfundarmaður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1851.

    Ritstjóri: Tíðindi frá þjóðfundi Íslendinga 1851 (1851).

    Æviágripi síðast breytt 8. desember 2015.

    Áskriftir