Jóhann Briem

Jóhann Briem

Þingseta

Þjóðfundarmaður Árnesinga 1851.

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur á Kjarna í Eyjafirði 7. ágúst 1818, dáinn 18. apríl 1894. Foreldrar: Gunnlaugur Briem (fæddur 13. janúar 1773, dáinn 17. febrúar 1834) sýslumaður þar og kona hans Valgerður Árnadóttir Briem (fædd milli jóla og nýárs 1779, dáin 24. júlí 1872) húsmóðir. Bróðir Eggerts og Ólafs Briems þjóðfundarmanna. Maki (3. júní 1847): Sigríður Stefánsdóttir (fædd 7. október 1826, dáin 28. apríl 1904) húsmóðir. Foreldrar: Stefán Pálsson og kona hans Guðríður Magnúsdóttir. Börn: Tryggvi (1848), Steindór (1849), Valgerður (1850), Ólöf (1851). Dóttir Jóhanns og Sigríðar Eiríksdóttur: Kristín (1837).

    Sigldi til Kaupmannahafnar 1834 og hugðist stunda nám í handlækningum við Kírúrgíska akademíið, en hvarf frá því ráði og kom aftur til landsins 1835. Stúdentspróf Bessastöðum 1841. Hóf guðfræðinám í Hafnarháskóla 1841, en hætti við það.

    Kom til landsins aftur 1843 og varð skrifari hjá stiftamtmanni. Prestur í Hruna 1845–1883. Prófastur í Árnesprófastsdæmi 1848–1861.

    Þjóðfundarmaður Árnesinga 1851.

    Æviágripi síðast breytt 10. desember 2015.

    Áskriftir