Ágúst Helgason

Ágúst Helgason

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður 1926 (Framsóknarflokkur).

Minningarorð

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur í Birtingaholti í Hrunamannahreppi 17. október 1862, dáinn 4. nóvember 1948. Foreldrar: Helgi Magnússon (fæddur 25. júlí 1823, dáinn 6. júní 1891) bóndi þar, sonur Magnúsar Andréssonar alþingismanns, Syðra-Langholti, og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir (fædd 28. september 1831, dáin 13. maí 1920) húsmóðir. Maki (1. júní 1888): Móeiður Skúladóttir (fædd 9. september 1869, dáin 5. febrúar 1949) húsmóðir. Foreldrar: Skúli Thorarensen alþingismaður og kona hans Ragnheiður Þorsteinsdóttir. Börn: Ragnheiður (1889), Helgi (1891), Guðrún (1893), Skúli (1895), Guðmundur (1897), Magnús (1901), Sigríður (1902), Ásdís (1903), Áslaug (1903), Sigurður (1907).

    Stundaði heimanám hjá bróður sínum, séra Magnúsi Helgasyni. Nam síðar söðlasmíði og bókband.

    Bóndi á Gelti í Grímsnesi 1888–1892, í Birtingaholti 1892–1938, átti þar heima til æviloka.

    Oddviti Hrunamannahrepps 1893–1905, sýslunefndarmaður 1903–1937, búnaðarþingsfulltrúi 1905–1920. Formaður Sláturfélags Suðurlands frá 1907 til æviloka og Búnaðarsambands Suðurlands 1910–1916. Skipaður í landsdóm 1907. Átti sæti í yfirfasteignamatsnefnd landsins 1919–1921. Hreppstjóri Hrunamannahrepps 1933–1947.

    Landskjörinn alþingismaður 1926 (Framsóknarflokkur).

    Ritaði Endurminningar (1951).

    Æviágripi síðast breytt 3. september 2021.

    Áskriftir