Jón Hávarðsson

Jón Hávarðsson

Þingseta

Alþingismaður Suður-Múlasýslu 1852–1858 (kom ekki til þings 1853).

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur á Hólum í Norðfirði 10. ágúst 1800, dáinn 5. mars 1881. Foreldrar: Hávarður Jónsson (fæddur um 1746, dáinn 15. september 1823) bóndi þar og kona hans Guðný Þorsteinsdóttir (fædd um 1764, dáin 28. september 1834) húsmóðir. Maki (26. maí 1825): Solveig Benediktsdóttir (fædd 1804, dáin 8. apríl 1870) húsmóðir. Foreldrar: Benedikt Þorsteinsson og kona hans Vigdís Högnadóttir. Börn: Vigdís (1826), Guðný (1827), Guðný (1828), Benedikt Jósef (1829), Guðný (1831), Guðlaug (1833), Guðlaug (1833), Guðlaug (1835), Sigríður (1837), Sigríður (1839), Hávarður (1842), Solveig (1846).

    Stúdent 1824 í heimaskóla hjá dr. Gísla Brynjólfssyni presti á Hólmum.

    Settist í bú á Hólum með móður sinni 1824. Vígður 1828 aðstoðarprestur séra Benedikts Þorsteinssonar á Skorrastað, móðurbróður síns og tengdaföður, og fékk prestakallið eftir hann 1845. Fékk Eydali 1857 og fluttist þangað vorið 1858, lausn 1868 vegna sjóndepru, fluttist þá að Ósi í Breiðdal og var þar til æviloka.

    Alþingismaður Suður-Múlasýslu 1852–1858 (kom ekki til þings 1853).

    Æviágripi síðast breytt 27. janúar 2016.

    Áskriftir