Jón Helgason

Jón Helgason

Þingseta

Alþm. Suðurl. 1974–1995 (Framsfl.).

Vþm. Suðurl. mars–apríl 1972.

Landbúnaðar-, dóms- og kirkjumálaráðherra 1983–1987, landbúnaðarráðherra 1987– 1988.

Forseti Sþ. 1979–1983, forseti Ed. 1988–1991. 2. varaforseti Ed. 1978, 1. varaforseti Ed. 1978–1979, 1. varaforseti Sþ. 1991, 1. varaforseti Alþingis 1991.

Æviágrip

F. í Seglbúðum í Landbroti 4. okt. 1931. For.: Helgi Jónsson (f. 29. apríl 1894, d. 22. maí 1949) bóndi þar og k. h. Gyðríður Pálsdóttir (f. 12. mars 1897, d. 15. maí 1994) húsmóðir, móðursystir Hjörleifs Guttormssonar alþm. og ráðherra. K. (25. nóv. 1961) Guðrún Þorkelsdóttir (f. 21. apríl 1929) húsmóðir. For.: Þorkell Sigurðsson og k. h. Bjarney Bjarnadóttir. Börn: Björn Sævar Einarsson (fóstursonur, 1962), Helga (1968), Bjarni Þorkell (1973).

Stúdentspróf MR 1950.

Stóð fyrir búi móður sinnar í Seglbúðum nokkur ár að námi loknu. Bóndi þar síðan 1959. Sá um sauðfjárræktarbú í Seglbúðum 1950–1980. Stundakennari við unglingaskólann á Kirkjubæjarklaustri 1966–1970. Skip. 26. maí 1983 landbúnaðar- og dóms- og kirkjumálaráðherra, lausn 28. apríl 1987, en gegndi störfum til 8. júlí. Skip. 8. júlí 1987 landbúnaðarráðherra, lausn 17. sept. 1988, en gegndi störfum til 28. sept.

Endurskoðandi Kaupfélags Skaftfellinga 1951–1972 og stjórnarformaður þess 1972–1983. Formaður Félags ungra framsóknarmanna og síðan Framsóknarfélags Vestur-Skaftafellssýslu 1955–1974. Í hreppsnefnd Kirkjubæjarhrepps 1966–1986, oddviti 1967–1976. Sýslunefndarmaður 1974–1978. Í fyrstu stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Fulltrúi á Búnaðarþingi 1973–1975 og á fundum Stéttarsambands bænda 1961–1975, í stjórn þess og Framleiðsluráðs 1972–1979. Í stjórn Rafmagnsveitna ríkisins 1978–1983. Í stjórn Endurbótasjóðs menningarstofnana 1990–2002. Sat á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1975 og 1988. Fulltrúi Íslands á fundum þingmannanefndar EFTA 1977, 1980–1981 og 1991. Í Norðurlandaráði 1978. Í Vestnorræna þingmannaráðinu 1991–1994. Í stjórn Stofnlánadeildar landbúnaðarins frá 1990. Formaður Búnaðarfélags Íslands 1991–1995. Í lýðveldishátíðarnefnd 1994. Í Þingvallanefnd 1994–1995.

Alþm. Suðurl. 1974–1995 (Framsfl.).

Vþm. Suðurl. mars–apríl 1972.

Landbúnaðar-, dóms- og kirkjumálaráðherra 1983–1987, landbúnaðarráðherra 1987– 1988.

Forseti Sþ. 1979–1983, forseti Ed. 1988–1991. 2. varaforseti Ed. 1978, 1. varaforseti Ed. 1978–1979, 1. varaforseti Sþ. 1991, 1. varaforseti Alþingis 1991.

Æviágripi síðast breytt 6. mars 2003.