Jón Jónsson

Jón Jónsson

Þingseta

Alþingismaður Suður-Þingeyinga 1849–1850, alþingismaður Norður-Þingeyinga 1852–1858. Þjóðfundarmaður Suður-Þingeyinga 1851. (Þorsteinn á Hálsi treysti sér ekki til þingfarar 1849 og baðst því lausnar, en varamaður hans var látinn, því var höfð aukakosning 1849.)

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur á Hrísum í Eyjafirði 13. mars 1804, dáinn 22. janúar 1859. Foreldrar: Jón Stefánsson (fæddur 1776, dáinn 3. febrúar 1843) bóndi þar og kona hans Rósa Pálsdóttir (fædd 1766, dáin 16. ágúst 1846) húsmóðir. Maki (9. október 1824): Þorgerður Jónsdóttir (fædd 19. ágúst 1801, dáin 14. febrúar 1859) húsmóðir, systir Stefáns Jónssonar alþingismanns. Foreldrar: Jón Jónsson og kona hans Þórey Stefánsdóttir. Börn: Jón (1827), Rósa (1831).

  Bóndi á Hrísum 1826–1833, á Munkaþverá 1833–1854 og 1856–1857, á Ytra-Hóli í Kaupangssveit 1854–1856 og á Árbakka á Skagaströnd frá 1857 til æviloka. Umboðsmaður Þingeyraklausturs frá 1. janúar 1855 til æviloka.

  Hreppstjóri í Öngulsstaðahreppi 1840–1857.

  Alþingismaður Suður-Þingeyinga 1849–1850, alþingismaður Norður-Þingeyinga 1852–1858. Þjóðfundarmaður Suður-Þingeyinga 1851. (Þorsteinn á Hálsi treysti sér ekki til þingfarar 1849 og baðst því lausnar, en varamaður hans var látinn, því var höfð aukakosning 1849.)

  Ritstjóri: Norðri (1853).

  Æviágripi síðast breytt 3. febrúar 2016.