Jón Sæmundur Sigurjónsson

Jón Sæmundur Sigurjónsson

Þingseta

Alþingismaður Norðurlands vestra 1987–1991 (Alþýðuflokkur).

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Siglufirði 25. nóvember 1941. Foreldrar: Sigurjón Sæmundsson (fæddur 5. maí 1912, dáinn 17. mars 2005) prentsmiðjustjóri þar, fyrrverandi bæjarstjóri, og kona hans Ragnheiður Jónsdóttir (fædd 2. janúar 1914, dáin 24. ágúst 1999) húsmóðir. Maki (28. desember 1963): Birgit Henriksen (fædd 12. ágúst 1942, dáin 12. apríl 2022) húsmóðir. Foreldrar: Olaf Henriksen og kona hans Sigrún Guðlaugsdóttir. Dóttir: Ragnheiður (1968).

Stúdentspróf MA 1961. Lokapróf í þjóðhagfræði (Diplom Volkswirt) við Kölnarháskóla 1969. Sveinspróf í prentiðn 1969. Dr. rer. pol. við Kölnarháskóla 1974.

Aðstoðarkennari við Kölnarháskóla 1971–1975. Aðstoðarmaður í sendiráði Íslands í Bonn 1976–1977. Deildarstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti 1977–1987. Sérfræðingur í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti síðan 1991.

Í flokksstjórn Alþýðuflokksins 1977–1987, í framkvæmdastjórn hans 1984–1987. Fulltrúi Íslands í Steering Committee for Social Security við Evrópuráðið í Strasbourg 1977–1991. Í tryggingaráði 1987–1995, formaður frá 1991. Fulltrúi Íslands á fundum þingmannanefndar EFTA 1990–1991.

Alþingismaður Norðurlands vestra 1987–1991 (Alþýðuflokkur).

Æviágripi síðast breytt 26. apríl 2022.

Áskriftir