Jónas Jónsson

Jónas Jónsson

Þingseta

Alþingismaður Norðurlands eystra 1973–1974 (Framsóknarflokkur).

Varaþingmaður Norðurlands eystra febrúar–maí 1969, nóvember 1970, nóvember 1971, janúar–febrúar, maí og desember 1972, mars–apríl og október–nóvember 1973.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Ystafelli í Köldukinn 9. mars 1930, dáinn 24. júlí 2007. Foreldrar: Jón Sigurðsson (fæddur 4. júní 1889, dáinn 10. febrúar 1969) bóndi þar, sonur Sigurðar Jónssonar alþingismanns og ráðherra, og kona hans Sigfríður Helga Friðgeirsdóttir (fædd 9. mars 1893, dáin 4. janúar 1972) húsmóðir. Maki (11. ágúst 1956): Sigurveig Erlingsdóttir (fædd 14. apríl 1935, dáin 6. júlí 2015) fulltrúi og húsmóðir. Foreldrar: Erlingur Jóhannsson og kona hans Sigrún Baldvinsdóttir. Börn: Sigrún (1957), Helga (1959), Jón Erlingur (1959), Úlfhildur (1963).

Stúdentspróf MA 1952. Búfræðipróf Hólum 1953. Kandídatspróf frá landbúnaðarháskólanum að Ási í Noregi 1957. Framhaldsnám við breskar jurtakynbótastöðvar og háskóla (Hurley og Aberystwith í Wales) 1961–1962.

Vann hjá fyrirtækinu Fóður og fræ í Gunnarsholti sumurin 1960–1963. Kennari við bændaskólann á Hvanneyri 1957–1963. Sérfræðingur við Rannsóknastofnun landbúnaðarins í Reykjavík 1963–1966. Jarðræktarráðunautur Búnaðarfélags Íslands 1966–1971. Aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra 1971–1974. Starfsmaður Búnaðarfélags Íslands (ritstjóri) 1974–1980. Búnaðarmálastjóri 1980–1995.

Skipaður 1964 í nefnd til að semja frumvarp um landgræðslu. Í nýbýlastjórn, síðar landnámsstjórn 1967–1984, formaður landnámsstjórnar 1975–1982. Skipaður 1969 og aftur 1972 í endurskoðunarnefnd laga um stofnlánadeild landbúnaðarins o. fl. Í stjórn Skógræktarfélags Íslands frá 1969, formaður 1972–1981 og síðan varaformaður til 1990. Í stjórn Landgræðslusjóðs 1969–1990. Skipaður 1971 í endurskoðunarnefnd laga um framleiðsluráð landbúnaðarins o. fl. og aftur 1976 formaður nefndar sem falið var sama verkefni. Skipaður 1971 í landnýtingar- og landgræðslunefnd og 1973 formaður endurskoðunarnefndar laga um búnaðarfræðslu. Formaður samstarfsnefndar um landgræðslu, landnýtingu og gróðurvernd 1974–1981. Skipaður 1975 í landmælinganefnd. Skipaður 1978 formaður stjórnar Rannsóknastöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá. Varaformaður Náttúruverndarráðs 1978–1984. Skipaður 1979 formaður nefndar til að endurskoða lög um skógrækt. Í stjórn Rannsóknastofnunar landbúnaðarins 1982–1995. Í veiðimálanefnd og stjórn laxeldisstöðvarinnar í Kollafirði 1983–1995. Í stjórn vinnueftirlits í landbúnaði frá 1981. Skipaður 1983 í nefnd til að endurskoða lög um fuglaveiðar og fuglafriðun. Í dýraverndarnefnd frá 1983 og í dýraverndarráði frá 1994. Í stjórn Framleiðnisjóðs landbúnaðarins 1984–1995 og í skipulagsnefnd fólksflutninga frá 1984. Í örnefnanefnd 1998–2007.

Alþingismaður Norðurlands eystra 1973–1974 (Framsóknarflokkur).

Varaþingmaður Norðurlands eystra febrúar–maí 1969, nóvember 1970, nóvember 1971, janúar–febrúar, maí og desember 1972, mars–apríl og október–nóvember 1973.

Ritstjóri: Freyr (1974–1980). Handbók bænda (1975–1980). Búnaðarrit (1981–1990).

Æviágripi síðast breytt 5. mars 2020.

Áskriftir