Jónas Pétursson

Jónas Pétursson

Þingseta

Alþingismaður Austurlands 1959–1971 (Sjálfstæðisflokkur).

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Hranastöðum í Eyjafirði 20. apríl 1910, dáinn 18. febrúar 1997. Foreldrar: Pétur Ólafsson (fæddur 9. mars 1869, dáinn 3. desember 1955) bóndi þar og kona hans Þórey Helgadóttir (fædd 11. nóvember 1876, dáin 24. maí 1967) húsmóðir. Maki (1. janúar 1933): Anna Jósafatsdóttir (fædd 11. apríl 1910, dáin 1. janúar 1984) húsmóðir. Foreldrar: Jósafat Guðmundsson og Ingibjörg Jóhannsdóttir. Börn: Hreinn (1933), Erla (1936), Pétur Þór (1952).

Búfræðipróf Hólum 1932.

Bóndi á Hranastöðum 1933–1946. Jafnframt ráðunautur Búnaðarsambands Eyjafjarðar og eftirlitsmaður Nautgriparæktarsambands Eyjafjarðar 1934–1940. Bústjóri og tilraunastjóri að Hafursá á Fljótsdalshéraði 1947–1949 og að Skriðuklaustri í Fljótsdal 1949–1962. Hefur síðan átt heima að Lagarfelli í Fellabæ. Fulltrúi hjá Norðurverki við Lagarfossvirkjun 1971–1974. Framkvæmdastjóri Verslunarfélags Austurlands 1974–1982.

Í hreppsnefnd Hrafnagilshrepps 1935–1937 og 1938–1946. Í hreppsnefnd Fljótsdalshrepps 1954–1962. Í Rannsóknaráði ríkisins 1965–1971, formaður stjórnar Rannsóknastofnunar landbúnaðarins 1966–1969, í stjórn Atvinnujöfnunarsjóðs 1966–1971 og í nýbýlastjórn, síðar landnámsstjórn, 1971–1975, formaður til 1974. Formaður þjóðhátíðarnefndar í Múlaþingi 1974.

Alþingismaður Austurlands 1959–1971 (Sjálfstæðisflokkur).

Æviágripi síðast breytt 5. mars 2020.

Áskriftir