Jósef J. Björnsson

Jósef J. Björnsson

Þingseta

Alþingismaður Skagfirðinga 1908–1915 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Sambandsflokkurinn, Bændaflokkur eldri).

2. varaforseti efri deildar 1914, 1. varaforseti efri deildar 1915.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Torfustöðum fremri í Miðfirði 26. nóvember 1858, dáinn 7. október 1946. Foreldrar: Björn Björnsson (fæddur 13. apríl 1817, dáinn 14. september 1887) bóndi þar og kona hans Ingibjörg Hallsdóttir (fædd 19. desember 1815, dáin 7. október 1871) húsmóðir. Maki 1 (13. nóvember 1881): Kristrún Friðbjarnardóttir (fædd 25. ágúst 1856, dáin 18. júlí 1882) húsmóðir. Foreldrar: Friðbjörn Guðmundsson og kona hans Guðbjörg Sveinsdóttir. Maki 2 (24. ágúst 1884): Hólmfríður Björnsdóttir (fædd 2. febrúar 1860, dáin 22. maí 1894) húsmóðir. Foreldrar: Björn Pálmason og kona hans Sigríður Eldjárnsdóttir. Maki 3 (21. apríl 1898): Hildur Björnsdóttir (fædd 1. júlí 1881, dáin 19. nóvember 1965) húsmóðir, hálfsystir Hólmfríðar. Foreldrar: Björn Pálmason og Þuríður Kristjánsdóttir. Sonur Jósefs og Kristrúnar: Einar (1881). Börn Jósefs og Hólmfríðar: Björn (1885), Sigríður (1886), Kristrún (1887), Ingibjörg (1889), Hólmjárn (1891), Einar (1892). Börn Jósefs og Hildar: Guðmundur (1898), Hólmfríður Jósefína (1900), Sigríður (1902), Róar (1904), Margrét (1911), Jósef Haukur (1915).

Nám í búnaðarháskólanum í Stend í Noregi 1877–1879 og lokapróf þaðan. Verklegt búnaðarnám í Danmörku 1879–1880. Nám í búnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn veturinn 1885–1886 og lokapróf þaðan (cand. agr.). Námsför til Noregs og Danmerkur með styrk úr landssjóði (m. a. á búnaðarsýningu í Björgvin) 1898 og námsför með opinberum styrk til Norðurlanda allra 1902–1903 til að kynna sér kennslu í búnaðarskólum.

Búnaðarráðunautur í Skagafjarðarsýslu sumarið 1881. Skólastjóri Búnaðarskólans á Hólum í Hjaltadal frá stofnun hans 1882–1888 og 1896–1902, kennari 1902–1934, settur skólastjóri 1906–1907. Bóndi á Bjarnastöðum í Kolbeinsdal 1888–1892, á Ásgeirsbrekku 1892–1896, á Vatnsleysu 1902–1922 og 1934– 1940, en á Hólum var heimili hans 1922–1934. Fluttist til Reykjavíkur 1941 og átti þar heima til æviloka.

Hann varð sýslunefndarmaður Viðvíkurhrepps 1892, var hreppstjóri 1893–1896 og oddviti um skeið. Sýslunefndarmaður Hólahrepps var hann 1896–1902 og oddviti hreppsnefndar um tíma. Skipaður 1914 í milliþinganefnd í launamálum, formaður, og kosinn 1915 í velferðarnefnd. Var einn af stofnendum Skógræktarfélags Íslands 1930.

Alþingismaður Skagfirðinga 1908–1915 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Sambandsflokkurinn, Bændaflokkur eldri).

2. varaforseti efri deildar 1914, 1. varaforseti efri deildar 1915.

Æviágripi síðast breytt 3. september 2021.

Áskriftir